Menntamál - 01.12.1931, Qupperneq 13

Menntamál - 01.12.1931, Qupperneq 13
MENNTAMÁI 125 fyrirkomulagi, hvar sem hann sér þa'ð koma íram í þjóÖfé- laginu. A'ð ýmsu leyti svipar skoðunum Shaws á uppekli all- mikiÖ til lífsskoÖunar Rousseau’s, én Shaw hættir þó alltaf til íiÖ lita á uppeldiÖ frá þeirri ,,negativu“ hlið, nefnil. að hugsa og segja: Svona eiga hlutirnir ekki að, vera, þetta fyrirkomulag er vitlaust o. s. írv., heldur en benda á verulegar „pósitivar" leiðir til sannara uppeldis. í. einni af hinum fyrstu ritgerÖum Shaw’é um uppeldi: „Au adult and a chilcT’, líkir hann fullorðna fólkinu í ensku þjóðfélagi við hugvitsmenn þá. sem finna upp og gera vélar, og hann segir, að enskir íoreldrar og uppeldis- fræðingar skoði barnið eins og vél, sem að visu þurfi að slípa og smyrja og láta i té hleðsluefni, svo að gangi af sjálfu sér. en annars virðist þeir ekki hafa skilning á því, að barnið sé lifandi vera, sem gædd sé einstaklingsmeðvitund, og þarfnist hvcrt um sig sinna eigin sérstöku vaxtarskilyrða. Og þetta hefir verið áhugamál Shaw’s síðan. I fann hefir barist á móti þeirri aðferð, að gera tilraun til að steypa allá í sama mótið, hann hefir sett sig í spor barnsinS og heimtað frjálst starf, lífræna kennslu, meiri rannsókn á hverjum einstakling, eðli hans, jjroska hans, ,.iijteressum“ hans Og hæfileikum. Og þar með vill hann að reynt sé að finna starfssvið handa hverju barni, sem þvi sé hæfilegt. Sliaw er oft hvassyrtur i skrifum sinum, en ef vel er aÖ gáð, má ætíð finna heilindin og mannúðina, sem býr að baki orðuin hans, hann leitar að meinsemdum, eins og góður og sannur læknir, og hann sker upp og þrýstir á meinsemdir, þar sem hann finnnr ])ær, ekki lil að særa, heldur til að lækna. J. S.

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.