Menntamál - 01.01.1933, Qupperneq 2

Menntamál - 01.01.1933, Qupperneq 2
MENNTAMÁL 2 sviÖum, hve nauÖsynlegt er aÖ breyta starfsháttum til batnaÖ- ar og hafa hentug vinnutæki. Kennarastéttin er yngsta stétt þessa lands. Þó er hún orðin all fjölmenn og vitrir menn og góðgjarnir líta svo á, að á starfi hennar velti rneira en flestu öðru, þegar frá er talin öflun brýn- ustu lífsnauðsynja. Hefir nú þessi stétt verið búin nýtísku vinnutækjum, svo að iíklegt mætti þykja, að hún gæti þess vegna skilað fullu starfi? Því miður verður hiklaust að svara þeirri spurningu neitandi. Kennarar eiga yfirleitt við mjög litil og léleg kennslu- tæki að búa, og það sem verst er: þau kennslutækin, sem al- mennust eru og sjálfsögðust, kennslubækurnar, eru fá, óhent- ug og dýr. Þetta er eðlilegt. Af hálfu hins opinbera hefir lítið sem ekk- ert verið stuðlað að því, að þessi kennslutæki væru viðunandi, hvað þá góð. Kennslubækurnar, sem til eru, eru flestar samd- ar í fátæklegum frítímum fátækra kennara, sem hafa orðið að hafa ótal önnur aukajárn í eldinum, til þess að geta lifað. Úr þessu verður þegar að l)æta, og kennarar verða sjálfir að berjast fyrir þeim umbótum. Aðrir gera það aldrei. Það má ekki flana að því starfi. Eigi það að verða viðunanlega af hendi leyst, þarf samstarf hinna bestu' krafta, sem stéttin á yfir að ráða, byggt á nákvæmum athugunum og rannsóknum. Á meðan ekki er búið að gera þessar rannsóknir og athug- anir, er erfitt að koma með ákveðnar tillögur. Þó má benda á ýms atriði til athugunar. í mörgum þeim löndum, sem lengra eru komin en við í skipulagningu barnafærðslunnar, stefnir allt að því, að hafa kennslubækur mismunandi eftir því, hvaða börn eiga í hlut og hvernig aðstaða þeirra og umhverfi er. Það mun koma í ljós við nánari athugun, að ekki er siður þörf á þessu hér á landi en annars staðar. Aðstaða barnanna er svo misjöfn. Bæk- ur fyrir sveitabörn, sem ganga í skóla 2—3 mánuði á ári, þurfa að vera allt öðruvísi en bækur handa kaupstaðabörnum, sem eru í skóla 7—8 mánuði á ári, og það jafnvel frá 7 ára aldri,

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.