Menntamál - 01.01.1933, Side 3
MENNTAMÁL
3
eins og víSa er nú orÖi'S og verÖur alls staÖar innan skannns.
ÞaÖ stendur nú svo á, að mestur hlutinn af nýtilegum kennslu-
bóknm, sem nú eru til, eru hentugar fyrir sveitabörn og smá-
þorpaskóla, en alls ekki fyrir kaupstaÖaskólana. Er þetta mjög
eðlilegt; flestir höfundarnir eru uþpaldir í sveit, og þaÖ var
líka mest þörfin á að sjá sveitabörnunum fyrir hentugum
kennslubókum, þar sem þau eru svo stuttan tíma undir kenn-
ara hendi. Þar viÖ bætist, aÖ kaupstaÖirnir okkar eru svo ung-
ir, og þó einkum það skólafyrirkomulag og námsskipun, sem
nú ríkir, að tæplega er viÖ því að bviast, að búið sé aÖ semja
kennslubækur, er hæfi því, enda langt frá að svo sé.
Kennslubækurnar handa kaupstaðaskólunum þurfa að vera
tvennskonar. Önnur tegundin fyrir sæmilega geíin börn og þar
yfir, og hin fyrir miÖur gefnu börnin. Einhver hin mesta mis-
þyrming, sem eg hefi kynnst í skólum, er það að ætla miður
gefnum börnum sömu bækur og sömu verkefni eins og þeim,
sem vel eru gefin. Þessi börn verða blátt áfram allt önnur og
betri börn, þegar þau fá bækur og verkefni við sitt hæfi.
Kennslubækur kaupstaðaskólanna þurfa, að mínu áliti, að
vera fáorðar og gagnorðar og þó á lipru og auðveldu máli,
miðaðar við lítinn heimalestur. Hins vegar þurfum við sem
allra fyrst að fá íslenskar handbækur, sem Ivörn geti notað við
úrlausn verkefna utan kennslustunda eða i þeim. Á eg þar
fyrst og fremst við handhæga alfræðiorðabók handa skólum.
Það er, hvort sem er, höfuðskömm að því, að við ísleridingar
skulum ekki fyrir löngu vera búnir að eignast slíka bók, jafn
fróðleiksfús og alþýða manna er hér á landi.
Þá komum við að því atriðinu, sem skoðanirnar verða e. t.
v. skiftastar um, en það er fyrirkomulagið á útgáfu skólabóka.
Mjög er kvartað yfir því, að kennslubækur séu dýrar, þrátt
fyrir það, að sala á þeim er öruggari en á flestum öðrum bók-
um. Veit eg það, að bókaútgefendur þykjast ekki of vel haldnir
og eru það ekki, en það stafar mest af því, hve margt þeir
gefa út, sem langt er frá að svari kostnaði. En ekki verður það
þolað til lengdar, að þeir foreldrar, sem flest eiga börnin, séu