Menntamál - 01.01.1933, Síða 6

Menntamál - 01.01.1933, Síða 6
6 MENNTAMÁL mikils um vert, aÖ efni'Ö sé viÖ hæfi íslenskra kaupstaðabarna, og við val þess er það ekki nóg, að Pétur eða Páll haldi að það ,sé hentugt. Það verður að reyna það á börnum, sem eru heldur fyrir neðan en ofan meðallag að gáfum, áður en lagt er út i að gefa það út. Það ætti að vera hverjum manni ljóst, að hetur horgar sig að leggja vinnu og jafnvel nokkurn kostnað í slikar athuganir, held- ur en að láta starf fjöldamargra kennara fara að hálfu til ónýt- is, vegna þess að ekki eru til hentugar kennslubækur. Það tekur venjulega mjög langan tíma, og það jafnvel fyrir greinda og athugula kénnara, aÖ gera sér fulla grein fyrir þeim mun, sem er á sálarlífi og hugsanagangi okkar fullorðna fólks- ins og harnanna, og það þrátt fyrir allt uppeldisfræðinám. Þess vegna er svo mikill vandi á ferðum, baéði með efnisval og orða- lag. Eg hefi gert smávegis tilraunir hér til þess að komast að raun um, hvað sæmilega greind 12 ára börn skildu af orðum, og raunin hefir orðið sú, að jafnvel ]>eir, sem þekktu börnin vel, hafa veriÖ alveg undrandi yfir, hvað þau gátu strandað á al- gengum orðum. ViÖ erum að gera hér lítilsháttar tilraun, sem eg get hér til gamans, ef einhver vildi reyna það sama. Börnum í einum bekknum er t. d. sagt rækilega frá einhverju dýri, og því næst eru þau látin skrifa ritgerð um það. Af þessu má, ef vel er á haldið, komast að nokkurri raun um, hvað helst vekur eftirtckl barnanna og hvernig orðalag er best við þeirra hæfi. ]7.g hefi trú á, að með lægni og gagnrýni mætti hafa allmikil not af svipuð- um tilraunum við samningu kennslubóka. Við verÖum að taka upp þann sið, að leitast við að skilja börnin og miða allt við þau og það umhverfi, sem þau vaxa upp í. en hætta aÖ þýða eða stæla erlendar bækur, sem ekki eru við þeirra hæfi, þó aÖ þær séu góðar fyrir þau börn, sem þær eru upprunalega skrifaðar fyrir. En ])etta er ekki hægt, nema borguð verði sæmileg ritlaun fyrir nýjar líækur, og það er ekki hægt að gera, nema komiö' sé á skynsamlegri og skipulegri ríkis- iitgáfu á skólabókum.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.