Menntamál - 01.01.1933, Page 7

Menntamál - 01.01.1933, Page 7
MENNTAMÁL 7 Þetta eru sundurlausar athugasemdir, og margt af rökunum geyrni eg mér, þangaÖ til fleiri eru búnir aÖ stinga niður penna annaðhvort til andmæla eða uppfyllingar. En gætu þessar línur hjálpað til að koma alvarlegri hreyfingu á ntálið, er tilgangin- um náð. Björn H. Jónsson. Lestrarstofur. Nú á síðustu árum hafa lestrarstofurnar rutt sér mjög til rúms við barnaskóla erlendis. Þær hafa orðið til fyrir eðlilega þróun skóla og kennslu, og er með þeim stigið rétt spor i áttina til þess að fullnægja þeim kröfum, sem góður nútíma- skóli gerir til sín og nemenda sinna. Það er þegar séð, að margt af því, sem sagt hefir verið með fögrum orðum um skóla- mál, nú á síðari árum, verður aldrei sýnt í verkum. Ber því hverjum kennara að taka með athugun og „kritik" á móti öllu því, sem fram kemur nýtt á því sviði. Við íslendingar höfum ekki ráð á því að starfrækja tilrauna- skóla á einn eða annan hátt, en við höfum því síður ráð á því að hafna þeim nýjungum, sem reynslan hefir staðfest og gert hafa stórar umbætur hjá þeim þjóðum, sem okkur standa framar. Slíkt gildir um lestrarstofurnar. Að því leyti getum við treyst þeim, þær hafa starfað í 6 ár með stöðugri útbreiðslu og alls staðar farið sigurför. Þær eiga þvi fullt er- indi til okkar, og ættu allir skólar í kaupstöðum og stærri þorpurn landsins að ráða yfir slíkri stofnun. í sveitum er öðru máli að gegna, þar eru staðhættir slæmir og tæpast um annað að ræða þar en bókasöfn með útlánum, líkt og tiðkast í lestr- arfélögum. Fæstir skólar munu þó lmfa vfir svo miklu hús- rútni að ráða, þótt í kaupstöðum sé, að hægt sé að hafa sér- stakar stofur til afota fyrir bókasafnið.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.