Menntamál - 01.01.1933, Page 10

Menntamál - 01.01.1933, Page 10
10 MENNTAMÁL skilur þarfir litla smælingjans og leiðbeinir honum réttilega. — Me'Ö því, sem hér er sagt að framan, er rakinn, lauslega þó, annar þátturinn í starfi lestrarstofunnar. Hinn er sá, að kenna nemendunum að umgangast Viókasafn og notfæra sér það, sýna þeim hvar finna skal heimildir og hvernig hægt er að draga þær saman i eina heild, — með fáum orðum sagt: kenna þeim að vinna úr bókum þann fróðleik, sem við þörfn- umst i daglegtx lífi. Sá tírni, senx til þess fer, er í sambandi við kennsluna í skólanum og einn liður i henni. Starfar þá hver bekkur út af fyrir sig, því að sníða þarf kennsluna eftir þroska nemendanna. Kennslunni má haga margvíslega, en sjálf- sagt er að nota þar lesbækur með völdu efni. Eru þær því betri, sem þær konxa víðar við sögu og gefa nemendum og kenn- ara fleiri viðfangsefni og merkari. Bækurnar mega aldrei vera færri en svo, að allir nemendur geti lesið í einu, en hitt fer eftir efni, hvort greinin er lesin nxeð hljóðlestri, kórlestri eða af einum nemanda i senn; en í öllum þeim tilfellum er það aðalatriðið fyrir kennarann, að hafa stöðugt á reiðurn hönd- um viðeigandi spurningar, jafnframt því að geta hvar og hve- nær sem er, leitt nemendurna að þeim heimildum, senx er að finna í lestrarstofunni um það efni, sem fjallað er. Það hefir og gefist vel að gefa nemendum verkefni fyrir næsta lestrarstofutíma, er þeir skulu vinna að heirna, eða öllu heldur í lestrarstofunni á kvöldin. Er þá gott að skifta i flokka, mismunandi nxarga eftir því, hve verkefnið er margþætt. Ætti nú t. d. að tala unx Stefán G. Stefánsson, skyldi einn flokkur- inn afla sér upplýsinga um æskustöðvar hans og heimili, áður en hann flutti frá íslandi, þá um ferð hans til Ameríku og bú- staði hans þar. Þegar í tímann kemur, skulu þeir geta sýnt það á korturn og útskýrt óhikað fyrir hinum nemendunum, sömuleiðis myndir þær, er þeir kunna að hafa aflað sér þvi viðvíkjandi. Annar flokkurinn skal kynna sér líf Stefáns og' segja í tímanuia æfisögu hans í stórum dráttum. Þriðji getur talað um helstu verk hans, lesið upp kvæði eða þ. u. 1. Þar að auki eru lagðar spurningar fyrir allan flokkinn, senx

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.