Menntamál - 01.01.1933, Page 11
MENNTAMÁL
i r
hver og einn á a'Ö liafa fundið svar við fyrir næsta tíma. Þeg-
ar efnið hefir verið yfirfarið þannig í fyrrihluta tímans, eru
lesbækurnar teknar frarn og lesnar, eins og fyr cr sagt, og
nýtt efni lagt fyrir næsta tírna.
— Með þvi að taka merk viðfangsefni þannig til rækilegr-
ar meðferðar með nemendunum, er unnið það tvennt, að auka
þekkingu þeirra og almenna menntun og kenna þeim að sækja
fróðleik í bækur, hvenær sem lífið krefst þess og daglegir við-
burðir.
Súðavík, 23. des. 1932.
Nigursteirin Magn ússon.
1 liávegum.
Nokkrar breytingar hafa orðið á mati fólksins á barnafræðslu
og kennurum síðan um aldamót.
Fyrir, um og eftir aldamót voru kröfurnar á þessa leið:
„Alténd ætti hann þó að geta kennt.“
Og vitnisburðurinn var þessi: „Þeir eru margir verri en
hann Eyjólfur." „Eyjólfur" var þá í áliti, á sína vísu. Haun
bar af öðrum. Á þeim dögum var „Eyjólfur" þó talinn að vera
„aðalfífl heils landsfjórðungs". Hvað um það. Meðal kennara
voru „margir verri“. Margir.
Um 1900 og síðar var þetta álit borið út, berum or'öum. En
það má nú tala þvert um huga og þakka í vcrki. Þessum „mörgu“
var veittur landssjóðsstyrkur á þeim árum, 30, 40, 50 kr. og
þaðan af meira. Ýmsum góðum mönnum þótti það „rétt“, að
þeir hefðu „styrkinn" óskertan. En göfuglyndið er ekki alltaf
í meiri hluta. Öðrum fannst það „alveg óþarfi“ úr því kennar-
inn hafði fengið nóg að éta, og þótti sjálfsagt að láta það
„renna í sveitarsjóð", og styrkurinn „rann“ í hann, ef þeir góðu
menn voru í rneiri hluta.