Menntamál - 01.01.1933, Qupperneq 12

Menntamál - 01.01.1933, Qupperneq 12
12 MENNTAMÁL Úr þessum jarÖvegi er álitið á oss barnakennurunum og virð- ingin fyrir kennarastöðunni sprottin. Engum dylst það, er til þekkir, að „riki Jón“ og „Jón í Kotinu“ mundu báðir geta íall- ist á þetta mat og baldiÖ því frarn í einlægni enn þann dag i dag, ef þeir þyrÖu. En þeir þora það ckki. Sá cr munurinn. Aftur á móti gæti „ríki Jón“ tekið undir 30 ára gamla stunu föður síns og sagt: „Það er tómlegt að þurfa að punga út pen- ingum til þess að kenna krökkunum hans Gvendar, þegar mað- ur er búinn að koma börnunum sínum til manns.“ Og „Jón i Kotinu'* gæti vitanlega verið „alveg á sama máli“ og nafni hans, um það sem annað. Þannig standa þá sakirnar, þegar á allt er Htið. Lítilsvirðing- in er ekki alveg eins ber, ekki alveg eins nöpur. Uúu cr að' drag- ast upp. Þakkirnar eru meiri í orði, og þegar litið er til löggjaf- ar, þá eru þær mim rnciri í vcrki. En lítill má hlutur kennarans vera, ef ])orra „háttvirtra kjós- enda“ þykir hann ekki nógur. 1 fljótu bragði virðist lítils um vert livert mat er haft á störf- um vorum. Vér mættum una því, að eiga ofurlítið rneira gott skilið en vér þiggjum, ef ekki fylgdi böggull skammrifi. Það er í sjálfu sér kostur á manni að vera lítilþægur, ef það hvorki minkar hann né árangurinn af störfum hans. En á þvi hvor- tveggja er nokkur hætta. Af lítilþægni vorri leiðir það ótvírætt, fyrst og fremst, að starfið bíður álitshnekki og er talið meðal fánýtari starfa af mörgum. Af henni getur og leitt það, að vér sjálf tökum að líta niður á vort eigið starf, jaínvel þau af oss, er höfum sérstak- lega búið oss undir kennslustörf og helgað þeim krafta vora — og er þá í óefni koinið. Lítilþægnin hefir hvað eftir annað sett eymdar og öreigamark á hugsunarhátt og hátterni kennara, beygt þá og gefið öðrum tangarhald á skoðun þeirra og högg- stað á einurð og sjálfstæði. Er þá ekki von á góðu, enda hafa þeir lágt við sig í opin- berum málum. Líða jafnvel með þögn og þolinmæði ítrekuð kjaftshögg og kinnhesta, er kennarastéttin hefir fengið.

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.