Menntamál - 01.01.1933, Síða 18
i8
MENNTAMÁL
Gcturðu hugsað til þess aÖ verja þig með því að segja: Þetta
er allt saman fólkinu a'ð kenna?
Breyttu eftir l>estu vitund. Meira getur hvorki maður né þjóð
af þér heimtað. Vertu vakandi og mundu: Þegar þeir, sem
þú fylgir áleiðis út í lifið, eru vaxnir menn, þá, en ekki fyr,
má segja, að dómsdagnr þinn sc korninn.
Stefán Hanncsson.
Matgjafir í skólum.
Víða erlendis íá börnin í skólunum matarbita, í stærri eða
minni stíl. Er það nú orðið áberandi alls staðar, hve mjög er hugs-
að um að auka líkamsþrótt barnanna jafnframt andlegu fóðr-
uninni, og er það að vonurn. Allir vita, að svo er ástatt um
fjölda barna, að þau njóta sín ekki við nám vegna likamlegrar
veilu. Kirtlaveikin, blóðleysið o. fl. kvillar draga úr þeim allan
mátt og varpa þeim ef til vill áður en varir á sjúkrabeð, og
bregst þá einatt til beggja vona með framtíðina.
Sum þessara barna skortir sennilega stundum gott og hollt
fæði. Önnur eru svo lystarlaus t. d. á morgnana, að ógerning-
ur er að koma í þau mat, þó til sé nægur og góður. Þetta munu
flestir kannast við.
Það hefir ]>ví verið reynt að taka upp matgjafir í skólunum.
Víðast er gefin mjólk, og sumstaðar lýsis-skeið til viðhótar.
En Norðmenn gera meira.
í Osló starfar við háskólann merkur líffræðingur, dr. Carl
Schiötz, er um margra ára skeið hefir haft til rannsóknar þessi
mál. Hann heldur ]>ví fram, að börnum sé mjög hollt að fá
morgunmat er þau koma í skólann á morgnana, og fullyrðir.
að þau börn, sem enga lyst hafi nývöknuð heima, fái hana
nokkra við fyrstu hreyfingu á morgnana, og sé þá um að gera
að koma i þau fæðu sem sé fjörefnarik. Hitt sé gagnslítið, eða