Menntamál - 01.01.1933, Side 21
MENNTAMÁL
21
Þá er og hugsað að liafa lýsi á hoðstólum í skólanum og
sjá hvernig gengur að koma því út. Telja menn að reynsla bendi
til þess, að sum börn taki frekar lýsi í skólanum en heima, og
ólíkt ódýrara að kaupa lýsi í tunnutali en í smáskömmtum.
Er þá til hvortveggja ætlast, að börn, sem þurfa, fái hér
ofurlitinn mjólkurskammt á dag gefins, og að þessi skammtur
verði einnig til sölu hér handa þeim er vilja og borgað geta.
Mjólkin verður svonefnd Barnamjólk, vegna þess að hún er
talin fjörefnaríkari, og kostar skammturinn 7 aura. Er máske
heppilegast, að þeir sem horga, gerðu það vikulega eða svo.
Og nú vil eg biðja ykkur, góðir aðstandendur, er nota viljið
jjetta að gjöf eða með gjaldi, að gera mér strax aðvart, og þá
helst með því móti, að börnunum sjálfum sé kunnugt um vilja
ykkar í þessu efni á mánudagsmorguninn.
En umframt allt er að vænta þess, að hér komist engin bábilja
að eða misskilningur. Verum öll samtaka um að styrkja börn-
in í baráttunni við heilsuleysið, og notum til þess þá mögu-
leika, sem atvik og aðstæður skapa, og minnumst jafnframt
þess, að með því að stvrkja einstaklinginn, styðjum við að heill
<og velferð samfélagsins alls.
S11. S.
Valgerður jensdóttir kennslukona var fædd að Hóli i Hvamms-
sveit innan Dalasýslu, 16. april 1880. Var hún dóttir Jens Jóns-
sonar, héraðshöfðingja mikils, og konu hans Sigríðar Daníels-
■dóttur.
Naut Valgerður fræðslu heima, en stundaði síðar nám i
Kvennaskóla Reykjavíkur. Nokkuru seinna las hún uppeldis-
fræði og fleira i kennaradeild Flensborgarskólans, og útskrif-
aðist þaðan með góðri einkunn. Varð hún litlu síðar kennari