Menntamál - 01.01.1933, Side 29
MENNTAMÁL
29
fi'æði í 4 bindum, ca. 2600 bls. alls. Auk ]>ess, sem þar er sagt
bæði sögulega og vísindalega frá öllu. þá eru þar allar sömu
skemmtilegu frásagnirnar og eru i landafræðilesbók barnanna,
og eru þær auðkenndar með tilvitnunum. í handbókinni er
urmull af verkefnum, sem kennarinn getur bætt við umfram
það, sem gefið er í vinnuheftunum.
Allmargir íslenskir barnakennarar lesa það mikið þýsku, að
þeir gætu hæglega notfært sér bækur H. Harms. Bækurnar eru
að vísu ekki fyrirliggjandi hér á landi, en bókaverslanir munu
geta útvegað ]rrer með stuttum fyrirvara.
H. El,
Bækur og blfið.
Karlinn í tunglinu.
Bók þessi er saman tekin og ætluð til að vera landfræðilesbók
fyrir börn á því reki. sem þeim er ljúfast að láta hugann reika
á leiðum æfintýranna. Því er efninu komið svo fyrir, að allt
er í æfintýrabúningi, en fléttað inn i margvíslegum fróðleik.
Lesandinn fylgir karlinum í tunglinu, riðandi á krókstaf, eins
og gengur og gerist í íslenskum æfintýrum, úr einni heimsálfu
í aðra. Þeir leilca sér með börnum Eskimóa, Indíána, Kirgisa,
Araba, Svertinga og Búskmanna, og verða af þeim margs vís-
ari um ])essa frumstæðu menn. híbýli þeirra, dagleg störf og
Iifnaðarhætti. Heppilegast mun vera að nota bókina til lestrar
fyrir 8—10 ára börn. eða áður en byrjað er á reglulegu land-
fræðinámi. Það er ætlun útgefenda að gefa út fleiri slíkar les-
l)ækur, enda er þeirra mikil þörf, jafnt i þessari lesgrein sem
öðrum.
Skóli og heiinili
heitir málgagn Kennarafélagsins á ísafirði. Hefi eg séð 5.
og 6. tbl. I. árg., sem gefin eru út i okt. og nóv. 1932. Blaðið
er vélritað, 4 síður, tvídálkaðar, hvert blað.
Eins og nafnið bendir á, er blaði þessu ætlað að vera þáttur
til samstarfs og skilningsauka milli skóla og heimila. Verkefni er