Menntamál - 01.01.1933, Blaðsíða 30
30
MENNTAMÁl
þar mikiÖ og nauÖsynlegt fyrir höndum, þvi aÖ þekkingarleysi
fólks á skólastarfinu veldur oft röngum dómum og jafnvel illum-
hug til skólanna.
Björn H. Jónsson, skólastjóri, ritar glöggar og góÖar greinar
í blöð þessi um: Skipting barna í bekki, jæknisskoðun, og loks er
ágrip af skýrslu skólastjóra um barnaskóla Isafjarðar 1930—'32.
Skólastjórinn kemst m. a. svo að orði í skýrslu þeirri:
„Isafjörður muu nú standa í fremstu röð íslenskra bæja uin
skólasókn og áhuga fyrir skólamálum. Má meðal annars geta.
þess til sönnunar því, að s.l. vetur sóttu um 22% bæjarbúa skóla.“'
Á öðrum stað: „Ritvélin og fjölritarinn eru ein hin gagnleg-
ustu áhöld, sem skólinn hefir eignast, hafa þau hjálpað mjög
til að skapa tilbreytni í kennslunni og óspart verið notuð til þess.
að fjölrita ýms verkefni. Yildum við kennarar einna síst án
þeirra vera allra áhalda skólans. — Að láta kennara kenna áhalda-
litla nú á dögum er nokkuð svi]>að því að taka kaupamann upp
á fullt kaup og fá honum svo í hendurnar einjárnung bundinn
við orfið með ól, eins og gerðist í gamla daga.“
Gunnar Andrew ritar skýrslu um suðurför skólabarna 1932,
en eins og kunnugt er, hefir fsafjarðarbær styrkt fullnaðarprófs-
börn sín til ferðalaga síðastl. tvö ár. Ferðast hefir verið unt
Suðurland, til mikillar ánægju fyrir alla þátttakendur. Gunnar
Andrew hefir verið fararstjóri.
i'lað kennara á ísafirði er líklegt til þess að vinna mikið gagn..
Það er þann veg ritað og í þeim anda, að foreldrar hljóta að
taka slíku feginshendi. En þegar skyggnst er um af öðrurn sjón-
arhóli, til foreldra almennt í landinu, sést enginn slíkur gestur
á leiðinni til þeirra.
Málgagn fsafjarðarkennara ætti að vekja kennarastéttina til
rækilegrar hugsunar og öflugrar framkvæmdar um að eignast
málgagn, sem foreldrar vilja og þurfa að lesa. Kennarar eru á
flæðiskeri staddir í Jiessu efni. Þeir eiga ekkert málgagn, sem
tengir saman þessa höfuðaðila uppeldisins, heimili og skóla.
Síðan þetta var ritað, hefi eg frétt, að kennarar í Elafnar-
firði séu einnig byrjaðir á útgáfu fjölritaðs blaðs, er stefnir í
sörnu átt, og sömuleiðis á Akureyri. Augljós er því þörf kenn-
ara að kynna foreldrum skólastarfið.
Eg beini því spurningu til kennara:
Hvað vilja kennarar og hvað geta þeir gert, til þess að eign-
ast málgagn, sem nær til foreldra og alls almennings til sam-
vinnu um uppeldismál og skilningsauka á skólastarfinu ?
í janúar 1933. Gunnar M. Magnúss.