Menntamál - 01.01.1933, Page 31

Menntamál - 01.01.1933, Page 31
MENNTAMÁL Skólablöð. Góí5ur vottur vaxandi áhuga á þýÖingu skólastarfsins eru fjölrituÖ blöíS, sem nú eru gefin út í nokkrum barnaskólum. Víðast hvar eru það börnin — með aðstoð kennaranna, — sein sjá um útgáfu þessara blaða. bessi lilöð stuðla mjög að því, að fá börnin til þess að setja fram hugsanir sínar rétt og skipulega. Ekki er ósennilegt, að skólarnir komist á þennan hátt að raun um, að innan skólaveggjanna leynist skáld eða listamannaefni. Menntamál hafa átt kost á að sjá nokkur þessara lilaða. í þeim eru frumsamdar og þýddar sögur, kvæði, gátur, skrítlur o. fl. sem til gagns og gamans má verða. Hér skal getið þessara lilaða: 1. Árvakur, gefinn út af 8. Iiekk A í Austurbæjarskóla Reykja- víkur. Kemur út öðru hvoru. 2. Neistar, blað liarnaskólans í Hafnarfirði. 3. Stjarna, gefin út af börnum í barnaskólanúm i Bolungarvik. 4. Þröstur, útgef. unglingafélagið Þröstur í Austurbæjarbarna- skóla Reykjavíkur. 5. Unglingur heitir blað barnaskólans á Akureyri. Það kemur út 2svar í mánuði. 6. Skóli og heimili kemur út á Isafirði. Það er öllu meir kenn- ara og heimilisblað, sem stefnir að þvi að auka samvinnu og skilning milli skólans og beimilanna. Sennilega eru víðar gefin út skólablöð en hér befir verið get- ið um. \ræri þá fróðlegt að fá blöðin send, svo að Menntamál geti fylgst með þvi, hvað um er rætt og ritað á hverjum stað. Blöð með svipuðu sniði eru líka gefin út á Akureyri og í Hafnarfirði. Akureyrar-blaðið heitir Boðberinn, en Hafnar- fjarðarbláðið Skólablað. til Ritstjórn Menntamála befir lagt fram spurningar fyrir kenn- ara, viðvíkjandi kristindómsfræðslu. Eg geri ráð fyrir, að svör- um rigni yfir ritstj. Vil eg því vera stuttorður. Þeir, sem kynnast fólkinu gegnum börnin, komast að raun um, að oft þarf að synda milli skers og báru, til þess að vel takist samvinna. Kennarar hafa börn frá foreldrum með eilíf- urn skoðanamismun.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.