Menntamál - 01.01.1933, Qupperneq 32

Menntamál - 01.01.1933, Qupperneq 32
3 MENNTAiVIÁI Þröngsýnn maður telur barnafræÖi sín algild rök. Hafi hann lært fræði sín i bók me'Ö útflúruðum upphafsstöfum, eru þaÖ útflúru'Öu upphafsstafirnir, sem ciga rétt á sér upp frá því. Ilann vill guösorðið, eins og honum hefir verið kennt það, Heittrúarmaðurinn þakkar guði fyrir, að hann er ekki eins og aðrir menn. Hann fær svölun og fyrirgefning daglegra synda, þegar hann biður um slíkt að kvöldi. Hann vill guðs- orðið, eins og uppáhaldsprestur hans prédikar það. Oftrúarmaðurinn sér margt Ijótt hjá náunganum, talar tölu- vert um þann vonda og lævísa framkomu hans i veröldinni. Guðsorð trúbókanna. er ekki nógu kraftmikið fyrir slika menn. Þeir blása þvi anda sínum í orðin og tala oft blaðalaúst um djöfulinn. Hugsunarleysinginn lætur sér standa á sama um allt milli him- ins og jarðar. Hann jankar og neitar, eftir J)ví sem liest hent- ar. Hann sækir ekki tilvitnanir i trúbækur. Sértrúarflokksmaður notar biblíuna til ]>ess að sanna mál sitt i hverju einu. Biblían verður í höndum sértrúarmanna eins og útspýtt skinn, Jrar sem hver heldur dauðahaldi í sinn skækil. Frjálslyndur maður blessar Ijósið, hvaðan sem ])að skín. Hann álítur sannleikann jafngildan í fræÖum Búdda og Krists. Trúleysingi játar engin trúarbrögð í orði. Hann virðir ekki guðsorð né kirkjugöngur. Að ])essu athuguðu, tel eg skynsamlegast að leggja kenningu Krists eina saman til grundvallar. í kristindómsfræðslu. Þar er sigilt siðalögmál. Til stuðnings má svo nota göfgandi sög- ur og sagnir úr bókmenntunum, ekkert frekar úr Gamla Testa- mentinu heldur en Islendingasögunum. Leyfum svo hverjum sem er, að hafa sínar sérskoðanir. En umframt allt: segjum börnunum satt, ef þau spyrja um dægurmálin. Afnemum þuíulærdóm. Notum bók náttúrunnar til þess að hjálpa okkur við göfgun kynslóðarinnar. G. M. M. Menntamál. Verð 5 kr. árg. Afgr. í Arnarhvoli. Síini Arnarhvoll. FélagsprentsmiÖjan.

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.