Menntamál - 01.12.1936, Page 3
3
ritgerð mín, Beitráge zur Phonetik der islándischen
Sprache, kom út 1927, nema norski hljóðfræðingurinn
Johan Storm. Hann tók eftir því um 1890, þegar hann var
að lýsa sunnlenzku hljóðunum fyrir p, t, k, og t og k urðu
að d, g', en p, hélzt óbreytt. (Englische Philologie, I, bls.
237). —
Hinsvegar fann eg í áminnstri ritgerð, að k, í mínum
austfirzka harða framburði bæði milli sérliljóða og oft
í öðrum stöðum, var lítið eitt styttra en p og t. Og við
rannsókn á framburði Sunnlendingsins Arsæls Sigurðs-
sonar (A Specimen of southern Icelandic speech, Oslo
1931) kom það ennfremur í ljós, að k oft sýndi raddaða
sprengingu (opnun) á undan sérhljóði, þar sem t og p
höfðu óraddaða sprengingu (opnun).
En bæði stuttleiki samhljóðsins og tilhneiging til rödd-
unar bendir til veiklunar þess; at-kvæði þess er að lin-
ast upp, og er það því réttmæli, þegar alþýða manna
kallaði þetta linmæli. k er frá náttúrunnar liendi veikast
á svellinu, t og p koma á eftir. Eftir þeim gögnum, sem
nú eru fram komin, er því óhætt að fullyrða, eigi aðeins
að flestir breyti k í g, heldur einnig að linmælskan yfir-
leitt hafi fyrst hyrjað í orðum með k milli sérhljóða.
Það eru raunar tvö atriði hér, sem taka þyrfti til íhug-
unar, ef vera mætti að þau hefði einhver áhrif á hina mis-
munandi tíðni villanna um p, t og k. Fyrst er það, að í
ritmáli rétlu kemur p, t aldrei fyrir milli sérhljóða, svo
börnin sjá það aldrei fyrir sér í venjulegu prentuðu máli.
Aftur á móti kemur g fyrir miili sérhljóða, t. d. loga,
sigur, og þótt það sé hér auðvitað ávallt framborið sem
önghljóð, þá sést það ekki í riti, og gæti þetta þvi ýtt
undir ruglinginn með k—g.
Annað atriðið er hin mismunandi tíðni þessara hljóða
í máli. Og hver var tiðni hljóðanna í prófblöðunum?
Hvað sem um k og t er að segja, þá er það vist, að p er