Vikublaðið - 29.04.1931, Blaðsíða 4
VIKUBLAÐIÐ
Hann hallaði sér upp að þilinu, og formálalaust
skýrði hann nú Nancy frá þeim vandræðum, sem
ste.ðjuðu að heimili Marks í Shadwell. „Ef þér kom-
ið nú þangað og fyllið upp það skarð, sem brottför
Maríu veldur, þá gerið þér sannkristilegt miskunn-
ar\rerk. Mark hæðist sjálfur að starfi sínu, en í raun
oig veru hefir hann og Maríua kviksett sig í þessu
viðbjóðslega borgarhverfi af einskærum mannkær-
ieika. I»au eru bæði þess konar manneskjur, sem
maður fyrirhittir ekki nema einu sinni á æfinni.
Mark er gimsteinn, og María er sú ástúðlegasta og
óeigingjarnasta kona, sem nokkru sinni hefir fæti
stigið á þessa jörð“.
„Eftir lýsingu yðar, virðast þau vera einhverjar
undraverur, og mér væri sönn ánægja að kynnast
þeim, hvort sem eg fæ stöðuna eða ekki“.
„Hvort þér fáið stöðuna!“ endurtók Colin. „Herra
trúr! Þau munu blátt áfram taka yður í faðm sér
jafnskjótt og þau sjá yður“.
Blá augu Nancy Ijómuðu af kætl. „Þér virðis
gleyma því, Gray læknir, að það eru ekki allir jafn
viðbragðsfljótir og auðtrúa eins og þér sjálfur. —
Sennilega mundi þau fýsa að fá eitthvað nánar um
mig að heyra fyrst“.
„Já, en það getið þér nú sagt þeim sjálf. Þér haf-
~ið þó sennilega hvorki setið í varðhaldi, né aðhafst
neitt það, er brýtur í bága við borgaraleg lög. Ann-
ars myndi líka Mark standa nákvæmlega á sama,
þótt svo væri“.
„En sá öðlingur!“ svaraði hún. „Nei, eg hefi ekki
^eftið í varðhaldi og eg held, að eg hafi aldrei aðhafst
neitt, sem verðskuldar fangelsisvist. En þrátt fyrir
það, yrði nú hver sá, sem kynni að bjóða mér stöðu,
að taka mig eins og eg stend, því eg hefi aldrei
gegnt nokkru ákveðnu starfi áður, og get því ekki
iagt fram nein meðmælaskjöl”.
„Jú, ])að getið þér nú einmitt gert. Þér getið lagt
fram meðmæli mín og lögregluþjónsins, og þau ætti
þó hver vinnuveitandi að láta sér nægja“. Hann leit
á úrið sitt. „Hlustið þér nú á,“ bætti hann við með
á&efð, „ef þér eruð ekki neitt sérstaklega stai’f-
bundin í bili, hví skyldum við þá ekki bregða okk-
ur þangað sem snöggvast? Mark er vanur að taka
sér hálfrar stundar starfshlé um klukkan fjögur
<Iaglega, til tedrykkju, og við getum vel náð þangað
fyrir þann tíma ,ef við förum strax“.
„Hvernig kemst maður til Shadwell?“ spurði
Nancy. „Eg hefi ekki nokkra hugmynd um, hvar sá
staður er.“
Colin stökk á fætur. „Eg skal aka yður þangað.
Eg á lítinn bíl, sem geymdur er í Church Street. Eg
var einmitt á leið þangað, til þess að gera lítils-
háttar við hann“.
Nancy reyndi að mótmæla. „Já, en-----------eg vil
ekki eyðileggja fyrir yður daginn-------ef þér eig-
ið mjög annríkt.“
/„Eg hefi engar skyldur að vanrækja. .Látið þér
nú bara á yður hattinn og farið í kápuna. Eg hefi
næðan tíma til þess að gera við bílinn, þegar við
fcomum aftur heim“.
„Jæja þá, Gray læknir, eg varpa öllum mínum á-
bygg'jum á yðar breiðu herðar. Það skyldi ekkert
undra mig, þótt vinir yðar rækju niig út“.
Hún safnaði bollunum á bakkann og hvarf á ný
inn fyrir tjaldið, en kom aftur að vörmu spori, og
var þá ferðbúin.
„Þér lítið prýðilega út“, sagði C’ in. „Eg hlakka
til að sjá framan í Mark gamla, þegar eg segi hon-
• um, að þetta sé nýi einkaritarinn hans.“
„Það er meira en eg geri“, sagði Nency.
Hún athugaði sjálfa sig snöggvast í speglinum,
svo fylgdist hún með gesti sínum út úr stofunni og
-aflæsti hurðinni vandlega. Þau gengu niður stigann
og voru rétt komin út á götuna, þegar hvítur við-
hafnarbíll beygði fyrir hornið á Kings Road.
Nancy rak upp lág tgremjuóp, en áður en hún fengi
nokkru orði upp komið, beygði bíllirm upp að gang-
stéttinni og staðnæmdist rétt fyrir framan þau. Sá,
^em við stýrið sat, var hávaxinn, skegglaus, miðaldra
maður, að sjá, bláeygur og voteygur.
Djöfladoktorinn. 4.
„Ágætt. Viljið þér gjöra svo vel að fylgjast með
mér?“ sagði unga stúlkan og sneri sér að Quin.
„Þér þurfið ekki að bíða, Li Hung“, bætti hún við.
Austurlandabúinn hneigði sig djúpt og auðmjúk-
lega og vappaði af stað, en unga stúlkan leit á
Quin, og mátti lesa nýjan ótta í augnaráðinu.
„Eg er sannfærður um, að hann heyrði, hvað þér
sögðuð“.
„Já, eg býzt líka við því, — en eg er óhræddur
við hann“, svaraði Quin í þeirri von, að sefa ótta
hennar.
Sonia Hennessy titraði. Hún fylgdi honum heim
að íbúðarhúsinu. Þau gengu þar gegn um stóran
forsal, og við innri enda hans drap hún á dyr.
„Hver er þar?“ var spurt með höstum róm.
„Það er eg, pabbi minn“, sagði unga stúlkan og
gekk inn. „Nýi bílstjórinn er með mér. Hann lang-
ar til að heilsa þér“.
„Eg vil ekki hafa hér í húsinu neina ókunna
menn. Þú veizt, að það er bannað . . . Eg á við það,
að mér eru ný andlit ógeðfelld. Hvei'nig datt þér
líka í hug, að reka Hopkins burtu, án míns leyfis?“
Quin virti prófessorinn fyrir sér og varð það
strax ljóst, að hann var í fullu samræmi við þetta
einkennilega hús. Hann var hár, magur og saman-
skroppinn. Andlit hans bar vott um annað tveggja:
hræðilegar líkamsþjáningar, eða ógurlegar and-
legar kvalir. Það var augljóst, að Hennessy pró-
fessor var alvarlega þjáður af einhverjum sjúk-
dómi. Magrar, óstyrkar hendurnar hömruðu óaflát-
anlega brýkurnar á stólnum, sem hann sat í, og í
andlitinu voru sífelldir kippir og viprur. Quin
fannst það ekkert undarlegt, þótt unga stúlkan
þjáðist af þrotlausum ótta og kvíða í daglegri sam-
búð við þennan mann.
Sonia Hennessy leit á bílstjórann. Augnaráð
hennar bað hann að vera þolinmóðan.
„Það réðust tveir umrenningar á mig í kvöld“,
sagði hún við föður sinn, „og þessi ungi maður
hjálpaði mér, og lagði bæði þrælmennin að velli.
I samræðum okkar barst það í tal, að hann vant-
aði atvinnu, og að hann kynni að stjórna bíl, svo
að eg réði hann strax“.
„Án meðmæla“, hrópaði faðir hennar. „Skilur
þú þá ekki, að þú hefir verið óforsvaranlega fljót-
ráð, barn? Eg held því samt ekki fram, að þér
séuð ekki dugandi drengur", bætti þessi þjáði
maður við, og sneri sér að Quin, „en . .. en hvern-
ig á eg' að vita það?“ sagði hann örvæntingar-
fullur.
„Eg hefi stjórnað bílum fyrir hertogann af
Southernhays, prófessor“, sagði Quin. Þessi ungi
hertogi var nefnilega jafn-hrifinn af bifreiðakapp
akstri eins og hann sjálfur, og hann hafði stjórn-
að bílum Southernhays á Brooklands kappakstr-
inum.
„Það má þó ekki minna vera, faðir minn, en
að þú þakkir herra Burns“, sagði Sonia ergileg.
„Eg skal ábyrgjast heiðarlega framkomu hans,
ef það er það, sem þú berð áhyggjur af. Og að
því er Hopkins viðkemur, þá rak jeg hann úr vist-
inni af því, að hann var ófyrirgefanlega psvífinn
við mig í morgun, og ennfremur af því, að eg gat
ekki treyst honum“.
„Þú treystir honum ekki, segir þú. Hvers vegna
gaztu ekki treyst honum?“ Prófessorinn laut að
henni í mikilli geðshræringu, sem jók kippina í
andliti haps um helming.
„Eg get eiginlega ekki sagt hvers vegna, pabbi ;
en mér var það ómögulegt“.
„Þvættingur! — Þessi heimskulega fljótræðis-
breytni þín getur komið mér í alvarlega .. .“.
Hann þagnaði, eins og hann myndi allt í einu
eftir einhverju, og Quin heyrði skolt hans lok-
ast með smelli. Slíkt mundi að eins sá gera, er
þegar hefði sagt of mikið, og væri staðráðinn í
því, að segja ekkert orð framar um það efni.
„Þér getið verið hér í nótt, . . . en meiru get
eg ekki lofað í bili“. Sjúklingurinn sneri sér við.
„Fyrir hugrekki yðar, og þá hjálp, sem þér veitt-
uð dóttur minni, er eg yður mjög þakklátur. En
eg þjáist af taugaveikluh, og eg þoli þess vegna
ekki að sjá ókunnug andlit í kring um mig —
það er eina ástæðan, sjáið þér — fyrir — fyrir.
— Hvar á hann að sofa í nótt, Sonia?“
„Hvar herra Burns á að sofa, pabbi?“ sagði
unga stúlkan undrandi. „Góði minn; Hvar ætti
hann að vera annars staðar, en í herberginu yf-
ir bílabyrginu? Eg vona, að þér munið finna bar
allt í röð og reglu“, bætti hún við, og sneri máli
sínu að bílstjóranum.
„Nei, nei!“ æpti sjúklingurinn. „Eg verð ;.ð
spyrja Li Hung að því“, sagði hann dálítið ró-
legri, og þrýsti um leið á bjölluhnappinn á þil-
inu. —
Kínverjinn kom samstundis inn — svo fljótt,
að hann hlaut að hafa staðið við hurðina — og
hneigði sig svo þýlega, að Quin kenndi hálfgerðr-
ar velgju.
„Þetta er nýi bílstjórinn, Li Hung“, sagði Hen-
nessy prófessor. „Þér verðið að ætla honum ein-
hvers staðar herbergi, eins og gefur að skilja“.
„Eg hefi þegar ákveðið honum herbergi í
vinstri álmu hússins, og tekið þar til, herra pró-
fessor“, svaraði Kínverjinn.
Sonia Hennessy snerist á hæli. „Hvað hafið þér
út á það að setja, að Burus fái herbergið yfir bíla-
byrginu?" spurði hún snöggt.
Quin, sem gaf Kínverjanum nánar gætur, sá
að svipur hans gjörbreyttist að eins andartak. En
samstundis var smettið fallið í sömu skorður og
fyr, slétt og auðmjúkt, en þó jafnframt á vissan
hátt ógnandi.
„Eg hefi ekkert út á það að setja, nema að það
er ekki nothæft, þangað til búið er að gera við
þakið, ungfrú Sonia“, svaraði hann með sínum
venjulega lága, syngjandi raddblæ.
„En þakið er nýtt. Eða er ekki svo?“
„Það er nú samt engu að síður gjörónýtt'V
svaraði Kínverjinn og yppti öxlum. „Það koma
smiðir á morgun til að gera við það. Auðvitað
verður þessu hagað eftir yðar óskum, Sonia —
en eg hefi útbúið mjög snoturt herbergi í aðal-
byggingunni handa nýja bílstjóranum“.
„Eg vil ekki heyra á þetta minnst framar. Far-
ið þið út héðan!“ æpti sjúklingurinn, og baðaði út
mögrum og kræklóttum handleggjunum.
„Miðdagsverðurinn er tilbúinn", sagði Li Hung:
blíðlega.
Taugasjúkdómasérfræðingurinn í Harley street.
Doktor Poul Vivanti, í Harley street, hinn víð-
kunni taugasjúkdóma læknir, -var önnum kafinn
allan síðari hluta dagsins. Frá því klukkan tíu
um morguninn hafði verið látlaus straumur af
ríkum sjúklingum inn til hans og út frá honum
aftur, því að ómakslaun Vívantis voru í fullu
samræmi við orðstýr hans um alla Evrópu.
Klukkan 214 kom ritari hans inn til hans með
nafnspjald.
„Þessi herra krefst þess, að fá að ’tala við yð-
ur“, sagði hann. „Hann er fús til þess að greiða
20 gineur (1 ginea = 21 shillings) fyrir tíu mín-
útna viðtal“.
„Hver er læknir hans?“ spurði sérfræðingur-
inn þurlega. Hann leit á nafnsjaldið, og las þar
nafnið: John Fiske.
„Hann hefir ekki enn vitjað neins læknis í Eng-
landi. Hann kemur beina leið frá Sidney í Ástra-
líu, til þess að leita yðar ráða. Hann kom tii Lund-
úna í morgun, og vildi ekki leita neins læknis, fyr
en hann hefði náð tali af yður. Hann lítur mjög
illa út“.
Poul Vívanti gerði háan smell með mjóum,
hVítum fingrunum.
„Sendið hann þá hingað inn, en segið honum,.
að eg veiti engum áheyrn fyrir minna en 20
gineur“.
„Það skal gert“.
Frh.
Frh.