Menntamál - 01.10.1946, Page 32

Menntamál - 01.10.1946, Page 32
134 MENNTAMÁL 5. Nauðsyn ber til, að teknar séu saman leiðbeiningar fyrir kenn- ara og verkefni fyrir nemendur í skriflegri móðurmálskennslu í barnaskólum frá fyrstu byrjun. 6. Þingið leggur áherzlu á, að Ríkisútgáfa skólabóka gefi út hjálpar- gögn til skriftarkennslu (forskriftir) og bendir á, að skriftarkerfi Guðmundar I. Guðjónssonar muni henta bezt. 7. Þingið telur mikils vert, að námsbækurnar séu snotrar og smekk- legar útlits og mætti bæta um með því t. d. að prenta myndir á framsíðu kápunnar. Vírhefting bókanna reynist ekki vel, og væri stórum betra að sauma þær inn og líma línræmu yfir kjölinn. 8. Þingið vítir liarðlega þann drátt, sem oft hefur orðið á afgreiðslu námsbóka Rikisútgáfunnar, og krefst þess, að þær séu prentaðar og heftar svo tímanlega, að þær geti verið fyrir hendi, þegar skólar taka til starfa að haustinu. 9. Gefnar verði út myndir af merkum mönnum íslandssögunnar, myndir úr atvinnulífi þjóðarinnar, myndir af íslenzkum dýrum og jurtum og af merkum sögustöðum. 10. Gefið verði út hentugt og fjiilskrúðugt safn af tví- og þrírödduö- um kórlögum, hæfilega raddsettum fyrir barnaskóla almennt. Upplagið mætti miða við J)að, að einungis kennarar liefðu ])að í höndum, en börnin hefðu tilsvarandi textaútgáfur. Ennfremur verði gefin út einföld og handhæg byrjendabók í söngfræði. 11. Gefið verði út eitt hefti lesbókar með gotnesku letri. Einnig verði prentað spjald til upplestingar í skólum um hreinlætisreglur í barnaskólum. 12. Þingið telur brýna j)örf á J)ví, að fengin verði ný landabréf —■ veggkort — með íslenzkum nöfnum fyrir barnaskólana." Skólatími. Þingið skorar á fræðslumálastjórn „að fylgja þeirri reglu, að skólar úti um land starfi ekki skemur en 8 mánuði, en keppa beri að 9 mánaða starfstíma, J)ar sem mögulegt er að koma ])ví við." Starfskjör kennara. Þingið gerði tillögur til fræðslumálastjórnar- innar um ýmis atriði varðandi starfskjör kennara, og er ætlazt til, að J)ær tillögur verði teknar upp í reglugerð ])ar um. Miða tillögurnar að J)ví að tryggja kennurum nauðsynlegt <>ryggi og starfskjör til })ess að starf J)eirra megi koma að sem beztum noutm. Skógreektin og skólarnir. Kosin var nefnd lil J)ess að gera tillögur um, hvernig ætti ,,að taka skóggræðsluna í J)águ uppeldisins og gera hana að föstum lið í skólastarfsemi þjóðarinnar." Jafnframt er nefndinni ætlað ,,að taka til athugunar félagsstarfsemi barna og ungl- inga á skólaaldri." í nefndinni eru: Hannes M. Þórðarson, Ingvar

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.