Menntamál - 01.10.1946, Page 6

Menntamál - 01.10.1946, Page 6
108 MENNTAMÁL fræði, hjúkrunarkonurnar María Pétursdóttir og Arn- gunnur Ársælsdóttir meðferð ungbarna og hjálp í við- lögum, og svo kenni ég uppeldis- og sálarfræði, íslenzku, heilsufræði og fleira. Söngkennsla verður líka og kennir Robert Abraham sönginn. Auk þess eru handíðir og leik- fimi, eins og ég sagði áðan.“ „Mér skildist á yður, að skólar sem þessi væru ekki jafnmikil nýjung erlendis og hér á landi?“ „Nei, það er öðru nær. í Bandaríkjunum til dæmis að taka er farið að krefjast af starfsstúlkum barnaheimil- anna, að þær hafi sambærilega menntun við kennara barnaskóla og gagnfræðaskóla. Á Norurlöndum er víða krafizt tveggja ára sérnáms, en gagnfræðapróf er yfirleitt sett sem inntökuskilyrði í sérskólana. Sumir þessara sér- skóla eru kunnir að góðu, eins og til dæmis Fröbels- Seminariet í Kaupmannahöfn, en frægastur skólanna á Norðurlöndum er þó líklega Social-pedagogiska semina- riet í Stokkhólmi, sem hinn kunni uppeldisfræðingur, frú Alva Myrdal, veitir forstöðu." „Haldið þér nú ekki, að einhverjum finnist þetta skóla- hald hálfgerður óþarfi?“ „Jú, ég geri ráð fyrir því. Ég hef heyrt það til dæmis, að inntökuskilyrðin í skólann séu alltof hörð. Það geti allir notið tilsagnar um, hvernig eigi að passa börn, þótt þeir kunni ekkert til bókarinnar. Þeir geta það sjálfsagt, en þeir hafa bara ekki eins mikið gagn af því. Og við megum ekki gera okkur ánægð með neitt annað en það, sem er bezt fyrir börnin. Og ég veit ekki, hverjir ættu fremur að þurfa að halda á góðri og alhliða menntun en þeir, sem ætla að gera það að lífsstarfi sínu að ala upp börn, ætla sér að umgangast og annast dag eftir dag þess- ar litlu, vaxandi verur, svo spurular sem þær eru og næmar fyrir áhrifum.“ „En er ekki ástæða til að ætla, að fleiri eða færrí £f þessum sérmenntuðu stúlkum hverfi fyrr en varjr

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.