Alþýðublaðið - 14.03.1923, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.03.1923, Blaðsíða 4
4 Um breyting á lögutn utn at- kvæðagreiðslu fjarstaddra manna TÍð alþingiskosningar. Flm.: Bjarni frá Vogi. Flm. telur ó- þolandi, að menn missi af at- kvæðisrétti sakir sjúkleika, slys- fara, ellilasleika eða annara sifkra forfalla, og vill bæta úr því, sém rétt er. — Um breyt- ing á lögum um bjargráðasjóð íslands. Flm.: J. Sig. og P. Ottesen. Samhljóða frv. fluttu þessir þingm. á síðasta þingi, og sýnist það miða að því að tryggja héraðsfélögum sérstakan rétt til afnota af séreign sinni í sjóðnum. — Um breyting á lög- um um samvinnufélög. Flm.: P. Þórðarson og P. Ottesen. Bréyt- ingfin miðar að því, að kaupfé- lög, sem einungis hafa samábyrgð innan deilda í samþyktum sínum, geti notið fullra réttinda eftir samvinnulögunum. — Um ófriðun sels í Ölfusá. Flm.: Jónás Jóns- son. Jarðeigendum við Ölfusá skal úr landssjóði bæta skaða, sem ófriðunin hefir í för með sér. — Um viðauka við lög um líf- eyrissjóð barnakennara og ekkna þeirra. Frá állsherjarnefnd.Barna- kennurum, sem létu af starfi sökum elli eða vanheilsu um það leyli, sem lögin komu í gildi, megi veita úr sjóðnum alt að 600 kr. og ekkjum alt að 300 kr. á ári. Umdaginnogveginn. lleiði. »Moggi« er svo reiður Við »ÁIþýðublaðið« f gær, að hann kannast ekki lengur við sjálfan sig og segir, að það hafi staðið >einhvers staðar«, sem í honum sjálfum stóð, en svo mikla skímu hefir hann þó enn, að hann játast sjá, að hann er ekki nema kálfur og það aplakálfur. Engum er alls varnað. stúdentar leíka >Andbýling- ána« f kvöld. Alþýðuflokksmenn I Látið að öðru jöfnu Þá sitja fyrir viðskift- um ykkar, sem auglýsa í ykkar é’gin blaðij alþ;ýðublaðið Kleppsliælið Þórður Sveins- son læknir á Kleppi auglýsir í »Morgunblaðinu< í dag, að hann flytji erindi í Nýja Bíó í kvö'd >út af árás Alþýðublaðsins á hjúkrunarfólk og lækni Klepps- spítala«, eins og hann orðar það. Mun hann þar eiga við grein frú Guðfinnu Eydal hér í blað- inu nýlega um reynslu hennar af hælinu. Aðgangur kostar 1 krónu. Sýnir Iæknirinn þár enn, að hann er snjailur fjáraflamaður og laginn að koma hlutum í peningá, sbr. »Kjósendafélags- fundina«. En heppilegra helði verið málefnisins vegna, að hann hefði heldur borið hönd fyrir höfuð sér á prenti, þar sem höc- undur greinarinnar er fjarstadd- ur, en töluð orð eru oftast retk- ulli en rituð, ef festa skal fangs á þeim. Annars mun Alþýðu- blaðið ef til vill víkja nokkru nánara að þessu máli síðar, en um sinn sjá, hverju fram vindur. SlOkkviiiðið var enn kallað í nótt um kl. 1 suður í Berg- staðastræti sunnarlega, en sein betur fór, var þar enginn eldur. Jafnaðarmannafélagið heidur fund í kvöid kl. 8 í húsi U. M. F. við Laufásveg. Ólafur Frið- riksson talar um náttúruauðæfi íslands og hagnýting þeirra. Trúloinn sína hafa opinberað ungfrú Marta Jónsdóttir á Tjörn við Reykjavík og Jón E. Guð- mundsson bakari Njálsgötu ig, Togararnir. Þeir eru nú allir lagðir út til fiskveiða í salt, sem inn hafa komið, en nokkrir eru ókomnir enn, Kirkjuhljómleikarnir voru enn vel sóttir í gærkveldi. E.s. ísland fer í dag kl. 3 vestur og norður um land til útlanda. ísfiskssala. Leifur hepni seldi nýlega afla í Englándi fyrir 1184 sterlingspund. E.s. Gnllfoss fer héðan til Austfjarða, Bergen og Kaupmannahafnar á langar- dag síðdegis, svo framarlega sem veður okki hamlar því, að hægt verði að ferma skipið. Léreítin, marg-eftirspurðu, komin aftur. Einnig ýmsar fleiri tegundir at vefnaðarvBrn. Verð hvergl lægra. Jón Magnússon & Mapíus. Laugaveg 44. — Sími 657. Fyrsta flokks kökur og vínar- brauð, tertur og fleira selst all- an daginn með bakaríis-verði. Café Fjallkonan. Blágrár ketlingur hefir tapast frá Spftalastíg 2. Skjlist þangað gegn fundarlaunum. Alþýðu flokks menn 7 Enn þá eru margir steinar eftir og margar klappir ósprengdar í Alþýðuhúss-grunninum, Fleiri komast að. Haflð grunninn tilbúinn f vor! fiaupendur Alþýöublaðsins eru ámintir um að gera afgreiðslunni aðvart, ef vanskil verða á útburði blaðsina.' — Afgreiðslumaður. Auglýslð í Alþýðnblaðínul Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hallbjörn Halldórsson. Prentsmiðja HallgrímS Benediktssonar, Bergstaðastræti 19,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.