Vorið - 01.04.1932, Blaðsíða 1

Vorið - 01.04.1932, Blaðsíða 1
Útgefandi: Hannes J. Magnússon. 4. tölublað Akureyri, 1. apríl 1932. 1. árgangur íslenzk framtíð. Eins og þið vitið, ungu lesend- ur, hafa ýmsir góðir íslendingar gengizt fyrir, að haldin yrði hin svonefnda »íslenzka vika« 3.—10. þ. m. í því skyni, að hvetja þjóð- ina til að kaupa ekkert það frá útlöndum, sem hún getur sjálf búið til. Til að efla þjóðlega menning og sjálfstæði með því, að nota íslenzk skip, íslenzkan mat, íslenzk klæði o. s. frv. En þessi eina vika er fljót að líða, og líklega getið þið ekki mik- ið unnið fyrir þetta mál þann stutta tíma, en þið getið annað og miklu meira: Þið getið skapað íslenzka framtíð. Þegar þið farið sjálf að ráða yfir heimilum, taka þátt í stjórn bæja, sveita og landsins í heild, getið þið stutt að því, að hér búi frjálsir menn í frjálsu landi, sem með hverju ári sem líður þurfa minna og minna að kaupa frá öðrum löndum, sem með hverju ári verða betri, meiri og hamingjusamari fslendingar. Guð- gefi ykkur öllum styrk til að vinna að því, og vinna ættjörð ykkar og þjóð sem mest gagn í framtíðinni. 777 ömmu. — (Brot). Nú kem ég, elsku amma mín með ofurlítið blað til þín, og bið þig augum yfir renna í eldi ljósum síðan brenna. Ég vildi geta þakkað þér hve þolinmóð þú reyndist mér og alla sanna ástar-hlýju mér auðsýnda að fornu og nýju. Ég vildi gjarnan gieðja þig, sem gerðir jafnan fyrir mig allt bænastaglið bernskudaga, og brot mín reyndir æ að laga.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.