Vorið - 01.04.1932, Page 4
28
VORIÐ
sljóvgar heilann og sálargáfurn-
ar, það eyðir peningum. En það
gerir meira. Það getur vel verið,
að áfengisnautn og tóbaks geri
þig að glæpamanni eða einhvers-
konar aumingja, ógæfumanni. —
Margir beztu og mestu menn
heimsins hafa verið bindindis-
menn. Abraham Lincoln var for-
seti Bandaríkja Norður-Ameríku.
Hann kom því til leiðar að blá-
mennirnir eða svertingjarnir
urðu frjálsir menn, en áður fóru
hvítu mennirnir með þá eins og
skepnur. Hann var sannur vinur
mannanna. Lincoln sá og skildi,
að áfengisnautn gerir marga
menn að aumingjum. Hann
kenndi í brjósti um þá, sem bágt
áttu. Hann vildi láta taka áfengið
frá mönnunum, af því að það ger-
ir þeim iht og aðeins illt. Sjálfur
var hann í bindindi. Allir menn
ættu að vera í bindindi. Þegar þið
eruð orðin stór, skuluð þið sjá
um, að allir hér á íslandi verði í
bindindi. —
X. X.
Misskilningur.
Það var einu sinni lítil stúlka,
sem alltaf var svo dæmalaust dug-
leg í skólanum, að hún kunni allt
sem hún átti að læra. Ein skóla-
systir hennar, sem var fjarska
löt að læra, öfundaði hana af
þessu, og spurði hana hvemig
hún færi að því að kunna alltaf
svona vel.
Hverju heldur þú að hún hafi
svarað ?
»Ég bið guð að hjálpa mér«,
svaraði litla stúlkan.
Næsta dag kunni lata stúlkan
ekki nokkurt orð. í »frímínútun-
um« leitaði hún duglegu stúlkuna
uppi, og fór að ávíta hana fyrir
að hafa gabbað sig: »Þú sagðist
biðja guð að hjálpa þér að læra,
þessvegna kynnir þú alltaf svona
vel. Nú hef ég líka beðið hann að
hjálpa mér, en ég hef aldrei kunn-
að ver en í dag«.
»Lastu svo bækurnar þínar vel
þegar þú varst búin að biðja guð
að hjálpa þér?« spurði duglega
stúlkan.
»Nei — þurfti ég að lesa lika?«
»Já, auðvitað. Guð hjálpar okk-
ur aðeins til að skilja og muna«.
Lata stúlkan hélt, að ef hún
bæði til guðs, mætti hún verða
ennþá latari eftir en áður. En
guð blessar iðni og ástundun, en
ekki leti.
Við verðum bæði að biöja og
starfa.
...(»Magne«).
Afgreiðsla blaðsins er á Eyrarlandsveg
19. — Sími 174.