Vorið - 01.04.1932, Blaðsíða 3

Vorið - 01.04.1932, Blaðsíða 3
VORIÐ 27 eigi enga heitari ósk en þá að þjóna mönnunum vel og trúlega. Setjið ykkur í spor sumarfugl- anna, sem allt vorið hafa verið að hlakka til að eignast egg og unga. Svo einn dag kemur slæmur strákur og rænir frá þeim börn- unum þeirra. Reynið alltaf að setja ykkur í spor dýranna og hugsið ykkur hvernig ykkur myndi hafa líkað hitt og þetta sem dýrin verða að þola. Það líð- ur varla svo nokkur dagur að ykkur gefist ekki kostur á að sýna dýrunum að ykkur þyki vænt um þau, þótt ekki væri annað en að klappa þeim vingjarnlega eða tala til þeirra vingjarnleg orð. Ef þið bara viljið hafa opin augun, eigið þið alltaf kost á að vinna þarna góð og göfug verk eins og reynd- ar allstaðar. Látið ekki rætast á ykkur mál- tækið: — Fáir eru vinir hins snauða — og munið, að það er tignarnafn að heita »dýravinur«. Þið getið ef þið viljið unnið ykk- ur það nafn og ég treysti því að þið gjörið það. H. J. M. Gæslumenn barnastúkna í Norð- lendingafjórðungi, sem enn hafa ekki sent ársskýrslur sínar, eru beðnir að gjöra það hið fyrsta. UmdæmisgæzlumaðuY. Hversvegna drekka menn og reykja ? Sumir halda, að það sé sjálf- sagt að reykja tóbak og drekka vín, þegar þeir eru orðnir stálp- aðir, af því að annars geti þeir ekki talizt miklir menn. En þetta er hættulegur misskilningur. Einu sinni sagði drengur við mig: »Þegar ég er orðinn stor, ætla eg að reykja og drekka. Það gerir sýslum’aðurinn, það gerir prest- urinn og það gerir læknirinn«. Ég var að biðja drenginn að fara í bindindi. Svarið kom undir eins. Ég sagði drengnum, að þó að sýslumaðurinn, presturinn og læknirinn drykkju, þá væri það samt ekki gott. En drengurinn hélt, að það væri óhætt, af því að miklu mennirnir, sem hann hafðl heyrt talað um heima, gerðu það. Haldið þið að Kristur mundi reykja og drekka áfenga drykkiY Ég get fullvissað ykkur um, að það mundi hann ekki gera. Eng- inn sannur fyrirmyndarmaður er því fylgjandi, að ungt fólk læri að drekka. — Ef þú vilt verða mik- ill maður eða mikil kona, þá reyktu aldrei og bragðaðu aldrei áfengi. Segðu NEI, þegar þér er boðið að reykja eða drekka. Þér er bezt og hollast að trúa því og treysta alla æfi, sem þér er sagt í unglingastúkunni um áfengi og tóbak. Það spillir heilsunni, það

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.