Vorið - 01.06.1942, Page 33

Vorið - 01.06.1942, Page 33
VORIÐ 63 DÆGRADVÖL GÖMUL NAFNAGÁTA. Hrundum tólf ég hér í nótt hýsing gjörði veita. Um sín nöfn þær höfðu hljótt, hér má þeirra leita: Ein ber smáfuglsheiti hálft. Haltrar önnur skökk af stað. Þriðja er ýta yndið sjálft þótt allir geti ei hlotið það. Fjórða er kennd við fjallið grett. Fimmta nefnd er gæðings ást. Sjötta mér við saðning rétt. Sjöunda þveita aldrei brást. Áttunda er blökk á brá. Bragna ver sú níunda. Eitthvað skyggði á ég sá aldrei fljóðið tíunda. Elleftu fær enginn hnekkt, er hún blómið kunna. Þeim sem Röskun þáði í sekt þykist tólfta unna. Þau tólf kvenmannsnöfn, sem falin eru í gátu þessari mynda vísu, ef rétt eru, með því að skjóta tveimur orðum inn í á einum stað. Gáta. Jarðarfylgsnum úr ég er aldrei fagurleitur. Hefir ei nokkur not af mér nema ég sé heitur. RAÐNING á gátu í síðasta hefti: Ófeigur Oddsson Mörk. Orðaþraut. róa óla tan efi ísa Framan við hvert þessara orða á að setja einn staf, svo að ný orð myndist. Séu þeir stafir lesnir ofan og niður eftir, mynda þeir nýtt orð. Það er algengt bæjarnafn. Hringurinn, peningurinn fingurbjörgin. Hringur, peningur og fingurbjörg eru falin í stofunni og að því búnu er gestun- um sagt að leita. Sá, sem finnur hringinn giftist fyrst og verður hamingjusamur það sem eftir er æfinnar. Sá, sem finnur fingurbjörgina giftist ekki en sá, sem finnur peninginn verður mjög ríkur. Fyrir áramótin var öllum barnastúkum sent sýnishefti af Vorinu með ósk um, að þær ynnu að útbreiðslu þess. Nokkrir gæzlumenn hafa brugðizt vel við og útvegað fleiri eða færri kaupendur, en hæstur er Sigdór V. Brekkan kennari, gæzlumaður barna- stúkunnar Vorperla á Norðfirði, er út- vegaði 45 nýja kaupendur, en áður voru þar 20 áskrifendur, svo nú er útsölumað- urinn á Norðfirði, Eyþór Einarsson Kvíabóli, orðinn annar í röðinni með éskriíendafjölda.

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.