Vorið - 01.09.1949, Síða 5

Vorið - 01.09.1949, Síða 5
VORIÐ 83 ekki að deyja, varð hann að bjarga henni og það strax. En hvernig? Þá datt honum snjallræði í hug. Hann teymdi Grána að dýinu. Tók snæri upp úr vasa sínum, batt annan end- ann í hornin á Hyrnu, en hinn end- ann batt hann í hnakkinn, sem var á bakinu á Grána, og svo tók hann í tauminn og teymdi Grána a£ stað. Þetta dugði. Gráni var svo sterkur, að hann munaði ekkert um að draga Hyrnu upp úr dýinu. Siggi varð fjarska glaður, þegar hann sá, að Hyrna var úr allri hættu. Hann leysti nú snærið af Hyrnu og hún hljóp jarmandi í burtu. Þegar Siggi kom heim, var ekki þurr þráður á honum, og hann skalf eins og laufblað í vindi. Mamma tók hann og háttaði hann niður í rúm og hitaði svo mjólk handa hon- um. Siggi hresstist nú von bráðar. Honum var hrósað mikið fyrir snar- ræði hans og dugnað. En Siggi var þó ekki ánægður. Hann skammað- ist sín fyrir að hafa verið sendur lieim úr göngunum, og hann kveið fyrir því að hitta félaga sína í rétt- inni daginn eftir. Hann bjóst við því, að þeir hlægju að honum. Það glaðnaði því ekki lítið yfir Sigga, þegar pabbi kom heim um kvöldið °g sagði, að sums staðar hefðu 11— 12 ára drengir verið sendir heim sökum kulda, svo að 8 ára drengur þyrfti víst ekki að skammast sín. >-Auk þess hefur víst enginn bjargað kind í þessum göngum annar en þú, Siggi,“ sagði pabbi og brosti. Réttardagurinn. Næsti dagur var réttardagur. Siggi fór snemma af stað um morguninn. Þegar hann kom í réttina, voru margir menn komnir. Siggi varð hálffeiminn, því að hann bjóst við því, að honum yrði strítt á því, að hann var sendur heim úr göngun- um. En það var nú öðru nær en að honum væri strítt. Strákarnir hóp- uðust í kringum hann og spurðu hann spjörunum úr, því að sagan um björgun Hyrnu hafði borizt þeim til eyrna, og þeir voru mjög hrifnir af Sigga fyrir frammistöð- una. Drengirnir fóru nú að hjálpa til að draga kindurnar í sundur. Siggi þekkti flestar kindurnar hans pabba, og ef hann var ekki viss, þá skoðaði liann rnarkið á eyrunum á þeim. Markið hans pabba þekkti hann eins og fingurna á sér. Þegar Siggi hafði gengið úr skugga um, að pabbi hans ætti einhverja kindina, tók hann með annarri hendinni í hornið á henni, lyfti svo öðrum fæt- inum yfir kindina og dró hana svo á milli fóta sér inn í dilkinn hans pabba. Sigga þótti mest gaman að draga lömbin, en sneiddi hjá stóru, fullorðnu kindunum, því að þær voru svo sterkar, að hann réð ekki vel við þær. Þegar hann sá Hyrnu

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.