Vorið - 01.09.1949, Síða 7
V O R I Ð
85
í félagi gert ýmislegt, er þeir gátu
ekki hvor í sínu lagi.
Aður en Siggi vissi af, var réttar-
dagurinn liðinn og komið kvöld.
Bændurnir höfðu lokið við að draga
í sundur fé sitt og bjuggu sig nú til
heimferðar. Frá réttinni voru nú
reknir margir fjárhópar, misjafn-
lega stórir eftir efnum og ástæðum
eigendanna. Fegar pabbi lagði af
stað með sinn fjárhóp, var Siggi
einn rekstrarmaðurinn. Hann reið
á Grána og var hinn kátasti.
Reksturinn gekk ágætlega fyrst í
stað. En til þess að komast heim
með féð, varð að reka það yfir all-
stóra á. Þegar að ánni kom, gekk illa
að koma kindunum út í hana. Þær
voru víst hræddar við vatnið. Pabbi
tók þá í hornið á einni kindinni og
dró hana á eftir sér út í ána og
sleppti henni þar. Kindin synti þá
yfir ána, en hinar kindurnar komu
á eftir. Siggi gekk vel fram í því að
reka kindurnar út í ána. Hann bað-
aði út höndunum, hrópaði og sigaði
sem mest hann mátti. Þegar hann sá
pabba draga kindina út í ána, hugð-
ist hann gera slíkt hið sama. Hann
greip í eina kindina og ætlaði að
draga hana út í. Kindin tók jrá und-
ir sig stökk og sentist út í. Sigga varð
þá laus fótur og féll hann áfram of-
an í ána og fór á bólakaf. Hann
krafsaði og klóraði í kringum sig í
dauðans ofboði, því að hann hélt að
hann myndi drukkna. Þá fann hann
allt í einu eitthvað mjúkt rétt hjá
sér. Hann greip í það í dauðans of-
boði og hélt eins fast og hann gat.
Hann gat nú rekið höfuðið upp úr
vatninu og þá sá hann, að það sem
hann hélt í, var kind á sundi. Siggi
sá nú, að hann yrði að láta kindina
draga sig yfir ána, ef hann átti að
bjargast. Hann tók á öllum þeim
kröftum, sem hann átti, til jress að
geta nú haldið sér fast. Honum
fannst þau ekkert þokast áfram og
hann var alveg að gefast upp og
sleppa, þá fann hann, að hann
kenndi botns og liann gat staðið
upp og vaðið í land. Þá varð honum
litið á kindina, sem bjargaði honum
og flutti hann yfir ána. Kindin
hristi af sér vatnið og jarmaði. Siggi
jrekkti hana um leið — það var hún
Hyrna.
Bréfin þökkuð
„Vorið“ þakkar innilega fyrir hin
mörgu bréf, sem því hafa borizt. Því
miður getum við ekki svarað þeim öll-
um. Við þökkum einnig bendingarnar
viðvíkjandi tilhögun blaðsins og mun-
um taka þær til greina eins og hægt er.
En sérstaklega viljum við þakka vin-
stúlkum „Vorsins" á Breiðafirði, sem
sendu okkur bæði sögur og margar
fallegar myndir til birtingar. Einnig
eyfirzku stúlkunna, sem sendi kross-
gátvrna.
Útgefendur.