Vorið - 01.09.1949, Blaðsíða 10
88
VORIÐ
„Jæja, hvað segirðu svo um
þetta?“ spurði kennslukonan og
sýndi böggulinn.
„Ég hef engu stolið," sagði Gulla
snöktandi .„Þið haldið öli, að ég sé
þjófur, af því að við erum fátæk —
ég hef aldrei tekið neitt frá öðrum
— ég á þessa peninga. . . .“
„Nei,“ hrópaði Magga allt í einu.
„Þetta er brauðið mitt. Ég gat ekki
borðað það allt og henti afgangin-
um.“
„Ég sá það,“ sagði Gulla og grúfði
andlitið í höndum sér. „Og ég sá,
að á brauðinu var svo gott ofanálegg
— og litli bróðir minn er veikur
— og þess vegna tók ég það.“
Hún grúfði sig niður á borðið
með höfuðið ofan á handleggjunum
og grét hátt.
Kennslukonan leit á hana með
fyrirlitningu. En þegar hún ætlaði
að rétta Jóhönnu seðilinn, þaut
Gulla upp aftur.
„Ég á þessa peninga," æpti hún.
„Ég hef unnið fyrir þeim — ég fékk
þá í morgun. . . . “
„Svo — hvernig þá?“ Það var auð-
heyrt, að kennslukonan trúði ekki
þessari skýringu.
„Ég sæki brauð á morgnana fyrir
gamla konu og ber út öskudallinn
hennar. Hún var veik í margar vik-
ur. Fyrir þetta fékk ég 5 krónur.“
„Ef þú getur komið með þetta
skriflegt frá gömlu konunna, skul-
um við trúa þér,“ sagði kennslukon-
an. En Gulla stamaði:
„Það get ég ekki, því að hún er
farin út í sveit — liún ætlaði að fara
klukkan I0.“
Þessi skýring var svo ósennileg, að
kennslukonan svaraði henni ekki.
Jóhanna fékk seðilinn, og nú
reyndu börnin að festa hugann við
námið eftir þennan viðburðarríka
atburð. Gulla grét allan tímann eins
og hjarta hennar ætlaði að bresta.
í kennsluhléinu talaði enginn við
hana. Hún var sniðgengin. En hún
varð vör við, að hin börnin voru að
hvíslast á um liana. Jafnvel Ella,
sem var bezta vinkona hennar, var
svo niðursokkin að tala við Grétu,
að hún ávarpaði Gullu ekki með
einu orði. Algjörlega ein og yfir-
gefin rólaði Gulla um leikvöllinn.
Jóhanna var mjög gröm yfir
þrjósku Gullu, og hún lét móðan
mása, þegar hún kom heim. Þegar
hún ætlaði að endurtaka í fjórða
sinn, hvað kennslukonan hafði sagt,
hvernig Gulla hefði litið út, og hvað
hún hefði hugsað, greip móðir
liennar fram í fyrir henni:
„Æ, aumingja barnið!“
„Nei, nú er ég hissa. Kennir þú í
brjósti um þjófa?“
„Já, ég kenni í brjósti um hana.
Hugsaðu þér, hvað þau hljóta að
vera fátæk, fyrst hún tínir mat upp
úr rusladallinum. Það er vandalaust
fyrir þig, Jóhanna, að vera góð og
heiðarleg. Þig hefur aldrei vantað
neitt. Ef þú hefðir verið í sporum
Gullu litlu, gat vel verið, að þér