Vorið - 01.09.1949, Blaðsíða 13
VORIÐ
91
GAMLI BOLLINN
Leiksviðið: Gamaldags stofa. Auk
borðs og stóla er þar kommóða eða
skápur með borðbúnaði og smáskraut-
munum. Haldið á einum kínverska
postulínsbollanum hefur brotnað af, en
er límt á aftur.
Leikendur: Amma, Eva, 12 ára, og
Svava, trúnaðarstarfsstúlka ömmu.
Eva er í heimsókn hjá ömmu.
AMMA: Jæja, vina mín, svona lítnr
það nú út hjá ömmu. Það er svo
sem ekki eftir nýjustu tízku, bara
gamalt og úrelt, alveg eins og hún
sjálf.
EVA: Nei, alls ekki, amrna! Hér er
svo yndislegt. Og amnia er sjálf
heldur ekki svo gömul.
AMMA: O-jú-jú, barnið mitt, það
finnst mér nú vera, skal ég segja
þér. En nú skaltu taka af þér hatt-
inn og fara úr kápunni og vera
svo eins og heima hjá þér. En
hvernig réðist þetta annars:
fékkstu leyfi til að vera hjá mér
til mánaðamóta?
EVA ('meðan lnin fer úr kápunni):
Fyrst vildi mamma nú ekki. að ég
yrði svo lengi að heiman. en við
pabbi reyndum bæði að tala um
fyrir henni, og svo fékk ég loksins
leyfið.
AMMA: Jæja, það var þó gaman.
Bara að þú kunnir nú vel við þig
hérna. Hér er nú fátt af krökkum
á þínum aldri.
EVA: Það gerir ekkert til, amma. —
Og þú átt svona fallegan trjágarð!
En hvað þú hefur margar hænur!
Áttu kjúklinga líka, amma?
AMMA: O-já-já. Ég á eina 18 unga.
Við létum klekja út 20 eggjum,
en tvö voru fúlegg.
EVA ('horfir í kringum sig í stof-