Vorið - 01.09.1949, Page 16

Vorið - 01.09.1949, Page 16
94 VORIÐ SVAVA: Jafna mig, segið þér! Ef' frúin heldur, að ég hafi brotið bollann, þá------- AMMA: Svona, svona, farðu nú Svava, þetta lagast allt, farðu nú bara fram í eldhúsið, Svava. ("Svava fer fram — sárgröm enn). Jæja — þetta var nú leiðinlegt, en kærðu þig ekki um það, Eva litla. Fáðu þér nú bara köku. Ég held annars, að við séum að verða búnar með kaffið. Ég held að ég verði nú að skreppa eftir könn- unni. fFer út). EVA: O, hvernig get ég verið svona ómerkileg? Að ég skyldi geta log- ið svona. Veslings Svava! Nú er allri skuldinni skellt á hana. Ef mamma vissi-------eða pabbi, sem alltaf segir, að maður eigi ætíð að viðurkenna það, sem maður gerir af sér. (Snöktir). AMMA fkemur inn með kaffikönn- una): Beint úr könnunni er kaff- ið bezt, svo að---en hvað er að þér, barnið mitt? Þú ert að gráta? EVA: Ó, amma---------amma,--------- það var ---- AMMA: Svona, róleg bara,-------svo fæ ég að heyra! EVA: Það var ég, sem braut boll- ann. ('Leggur hendur um háls ömmu). Svo skrökvaði ég. Fyrir- gefðu mér, góða amma! AMMA: Vertu nú róleg góða mín. Svo lögum við nú þetta allt sam- an. Jseja, svo að það varst þá þú — eftir allt saman. EVA: Hélztu — hélztu það allan tímann, amma? AMMA: Ég vissi ekki, hvað ég átti að halda. Ég vildi ekki trúa, að sonardóttir mín væri að skrökva. EVA: Fyrirgefðu mér litla, góða amma! Ég skal aldrei framar skrökva. AMMA: Víst fyrirgef ég þér. En ég vil vona, að þú ljúgir aldrei oftar, því að það er það ljótasta og lítil- mannlegasta, sem ég get hugsað mér! EVA: Aumingja amma, nú er fall- egi bollinn hennar brotinn! AMMA: Já, — en það var nokkuð annað enn dýrmætara, sem var hætt komið. En, Guði sé lof, það bjargaðist þó. Sjáðu nú til! Gam- alt postulín verður nú, fyrr eða síðar að engu, en sál mannsins, — þú skilur mig nú, Eva litla. Er hun ekki all-miklu meira virði en einn gamall bolli? EVA: Jú, amma. AMMA (hrópar): Svava! SVAVA (kernur inn). EVA: Fyrirgefðu mér, góða Svava, það var ég, sem braut bollann. SVAVA: Hvað sagði ég? Þetta vissi ég alltaf! Vissulega fyrirgef ég þér. En huglaus lygari áttu ekki að verða. Mundu það! EVA: Já, ég skal aldrei, aldrei framar skrökva. T j a 1 d i ð. — Lauslega þýtt úr sænsku. — J.J.

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.