Vorið - 01.09.1949, Page 19

Vorið - 01.09.1949, Page 19
VORIÐ 97 hann drengina. Kom honum nú í hug, að drengirnir mundu vera komnir heim og hefðu farið á mis við hann. Lá við sjálft, að hann hætti leitinni og færi heim. Var liann þá búinn að leita í rúma klukkustund, og nærri komið há- flóð. Þá ákvað hann að fara fyrst út á háa klettinn utan við Selavoginn, því að þaðan sást vítt yfir. Hann stóð um stund á klettinum og skyggndist um. Kvöldmóða lá yfir landinu, og var skyggni því ekki gott. En meðan liann stóð þarna á klettinum, sáu drengirnir manninn bera við loft. Þeir kölluðu þá af öll- um mætti. Eyjólfur heyrði hljóðin, en áttaði sig ekki fyrst á, hvaðan þau komu. Hljóp hann því út á næsta klett fyrir utan, í áttina, sem hljóðið kom úr. Þaðan sást greinilega út- í Teisthóhnann, og sá hann nú drengina þar á hæsta klettinum. Sá hann þá, hvað dvaldi heimkomu þeirra. Enn kölluðu þeir, og svaraði hann nú á móti. Hljóp hann því næst niður að sjónum og sagði drengjunum, að hann ætlaði að ná í bát. Hann fór nú inn í Selavoginn, náði þar í lítinn bát, reri út að Teitsthólma og sótti drengina. Á leiðinni í land sögðu drengirn- ir honum, hvernig það vildi til, að þá flæddi upp í hólmanum. Því næst settu þeir bátinn og héldu heim. Það var komið yfir miðnætti, þeg- ar þeir komu heim. Fullorðna fólk- ið beið þó á fótum og allir voru orðnir hræddir um drengina. Það varð mikill fagnaðarfundur á báð- um heimilunum, er Eyjólfur kom nreð þá báða heila á húfi. Lauk þannig þessu ævintýri í alla staði vel. (Þessi kafli er úr barnabók, sem kem- ur út í haust, og heitir „Bernskuleikir Álfs á Borg“. Er það framhald af bók- inni „Álfur í útilegu", sem kom út síð- astliðið ár). KAFLI ÚR BRÉFI FRÁ KAUPANDA. ...Þið voruð að biðja kaupenduma að segja álit sitt á blaðinu, og ætla ég nú að leysa frá skjóðunni. — Mér þykir ákaflega gaman að myndasögunni „Káti —Láki“ og óska ég því, að hún verði látin vera áfram. Einnig þykir mér mjög gaman að öllum þrautum, eins og til dæmis nafnaþrautum og reiknings- þrautum. Vildi ég mjög gjarnan, að slíkt efni yrði haft framvegis í blaðinu. — Ég er líka mjög hrifin af krossgátum, og skemmti mér vel við þær í tómstundum mínum, og óska ég eindregið eftir, að ein krossgáta verði í hverju blaði eftir- leiðis, en þær mega ekki vera mjög þungar.. ..“.

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.