Vorið - 01.09.1949, Page 26

Vorið - 01.09.1949, Page 26
104 VORIÐ / lesstofunni. „Hvað eigum við að gjöra við fötin hans?“ spurði mamma hans. „Við verðum að senda þau til bæjarins og láta gera við ]rau“ sagði pabbi. „Og svo verður hann að fá önnur ný. Jens er í rauninni bezti drengur, hann er aðeins dálít- ið hugsunarlaus. Drengir eru nú einu sinni drengir," sagði hann að síðustu. „Heyrðu, Lísa,“ sagði Jens, þegar Lísa stuttu seinna kom inn til hans. „Vertu ekki reið við mig vegna þess að ég var svona vondur við þig úti í skýlinu, og þótt ég veiddi fuglana." „Nei, nei, Jens, ég er ekki reið — ekki núna.“ „Ef ég hefði bara hlustað á þig, þá hefði þetta ekki komið fyrir. Veslings fuglarnir, sem urðu að láta lífið fyrir mínar gjörðir. Já, ég hef verið vondur. Og svo þegar ég hugsa um fallegu fötin mín og nýju skóna.“ „Þetta lagast allt saman aftur, Jens,“ sagði Lísa. „Ég heyrði, að pabbi sagði við mömmu, að það ætti að senda fötin til bæjarins og gera við þau, og svo færðu víst líka ný föt. Pabbi sagði líka, að þú hefðir iðrast eftir að hafa gert svona ljótt, og þá værir þú í rauninni góður drengur.” Aður en Jens sofnaði þetta kvöld, þakkaði hann guði fyrir, hvað liann væri sér. góður. „Fyrirgefðu mér góði guð, ég skal aldrei veiða fallegu fuglana okkar oftar.“ (J. S. þýddi).

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.