Vorið - 01.09.1949, Blaðsíða 32
110
VORIÐ
Lag: Beuteful Dreamer
(má hafa það).
Nú er sól yfir landi, og sólskin
í lund.
Nú er seiðandi, heillandi mið-
sumarstund.
Nú er ísland að bjóða það bezta,
er það á,
þeim börnum, er fegurð og sól-
birtu þrá.
N ú er lágnættið dagur, af dásemd-
um fyllt,
svo hin dökkbrúnu fjöll verða
álfahöll gyllt.
Nú er ilmur úr grasi og yndi
í lund.
Nú er unaðsleg, heillandi mið-
næturstund. :,:
ERLA: Jæja, — nú segir þú frá,
Rúna.
RÚNA: Þið vissuð nú, að ég fór
heim að Holti, til þess að heim-
sækja hana skólasystur mína, en
ég hitti þá svo á, að hjónin voru
í kaupstaðarferð. Einhver stúlka
bauð mér nú samt til stofu, og
spurði, hvort ég vildi ekki mjólk
að drekka. Ég þakkaði boðið, og
svo fór nú stúlkan fram.
Útsýnið er alveg yndislegt
þarna. — Ég gekk út að glugg-
anum og horfði hrifin yfir sveit-
ina. Og garðurinn, framan við
gluggann, var hreinasta Paradís.
Trjálaufið bærðist í blænum, og
blómin cinguðu. En, — það er nú
höggormur í hverri Paradís, telp-
ur mínar. Glugginn var opinn.
Mundi þá ekki allt í einu koma
gulbröndóttur köttur stökkvandi
inn um gluggann, með lifandi
mús í kjaftinum. — Ég rak, auð-
vitað, upp skaðræðis óp.
Þá varð kattarskömmin hrædd,
svo að hann missti músina. Mús-
argreyið þaut af stað eftir gólf-
inu að leita sér að fylgsni. Ég
svitnaði af skelfingu og varð
nærri máttlaus. Þó stökk ég upp
á stól og hélt pilsunum fast að
fótum mér. Þarna stóð ég og
hrópaði í ósegjanlegri skelfingu,
með öllum þeim hljóðum, sem ég
á til: „Hjálp!----Hjálp!“-------
Aumingja stúlkan kom þjótandi
inn, náföl, og með guðhrópi. En
um leið og hún opnaði, skauzt
músin út, og kisa á eftir henni.
Ég skreiddist ofan af stólnum.
Afskaplega lúpuleg afsakaði ég
þetta við stúlkuna. Svo kom hún
inn með mjólkina, sem ég varla
hal'ði lyst á, ég var svo eftir mig
eftir skelfinguna. Síðan þakkaði
ég, kvaddi og fór. Ég er varla bú-
in að ná mér enn. (Leggur hönd-
ina á hjartað.) Ég held bara, að
ég hafi vott af hjartslætti enn.
HINAR: Já. — — Mýs eru alveg
voðaleg dýr. (Hlæja.) Syngjum
svo.
ÁSTA (bendir): Nei, — er þetta
ekki dásamlegt. — Sjáið þið,
hvernig liafið blikar í kvöldsól-
inni, eins og það væri gull.
HINAR (horfa): Það er dásamlegt.