Vorið - 01.09.1949, Blaðsíða 35

Vorið - 01.09.1949, Blaðsíða 35
VORIÐ 113 tJr heimi harnanna L U B B I. Ég og Lubbi. Það mun vera frekar sjaldgæft, að selir drekki mjólk úr pela og gisti í fjárhúsum, en þetta gerði Lubbi. En nú verð ég að segja ykkur hver Lubbi var. Hann var selur, lítill og horaður með svart trýni. Pabbi fann hann einn dag haustið 1944. Þá var hann skriðinn langt upp á tún og gólaði þar og vældi vesældarlega. — Pabbi fór til hans og ætlaði að taka hann, en þeim litla „varð þá ekki um sel“ og bæði klóraði og beit. En pabba tókst þó að koma honum inn í fjárhús, sem voru þar skammt frá, en hann ætlaði svo að sýna okkur krökkunum hann og lofa okkur að ala liann, ef við gætum. Við urðum heldur spennt, þegar pabbi sagði okkur frá þessu, og lögðum strax af stað með mjólkurpela og höfðum gúmmítottu á honum.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.