Vorið - 01.09.1949, Side 41

Vorið - 01.09.1949, Side 41
V O R I Ð 119 Hættulegur leikur Tómas tamdi sér hættulegan leik. Hann hékk aftan í bílum. Honum fannst það vera hreystilega gjört að hanga aftan í vörubílum, svo að stúlkurnar í götunni sæju. En stúlk- unum fannst þetta ekkert hreysti- verk. Dag nokkurn var Tómas staddur á götuhorni með hinum börnunum. „Sjáið þið vörubílinn, sem kemur þarna með brúsandi hraða?“ spurði hann. Já, allir sáu hann. „Eg treysti mér til að hanga aftan í þessum bíl,“ sagði Tómas. Og svo er ekki að orðlengja það, að hann hljóp út á götuna og á eftir bílnum. Þarna náði hann honum og hékk aftan í honum. En hann hafði ekki hangið lengi aftan í bílnum, þegar bílstjórinn staðnæmdist skyndilega, af því að hann mætti öðrum bíl. — Tómas missti handfestu, datt á göt- una og lá kyrr. Börnin hlupu til hans. Tómas bar sig illa, og fólk safnaðist í kringum hann. Þá bar þar að mann í fólksbíl. Hann fór út úr bílnum og bar Tómas inn í hann og ók honum í sjúkrahúsið. Sem betur fór meiddist Tómas ekki eins mikið og fyrst leit út fyrir. Þó hafði hann gengið úr liði um öklann og handleggsbrotnað. En það var þó nógu illt. Tómas varð að Þggja lengi rúmfastur fyrir það, að Krossgáta Lárétt: 1. ránfugl; 6. maður í Nýja- Testamentinu; 7. skammstöfun; 8. at- viksorð; 9. skyldmenni; 11. handavinna; 13. haf (f.); 14. taka á; 16. fiskur (ef.); 17. sögn (þt.). Lóðrétt; 1. fallegt; 2. tveir samhljóð- ar; 3. afkvæmi íslenzks húsdýrs; 4. á fætinum; 5. gott á bragðið; 9. tveir eins; 10. samhljóði og sérhljóði; 11. líður vel (kvk.); 12. keyra; 13. dreifa; 15. á bát. Eyfirzk stúlka, 13 ára. Verðlaun. Bókarverðlaun verða veitt fyrir réttar ráðningar á krossgátunni. Sendið ráðningar. hann hafði hangið aftan í vörubíln- um. Það þarf sennilega ekki að taka það fram, að Tómas ákvað með sjálfum sér að hanga aldrei framar aftan í bílum.

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.