Vorið - 01.09.1949, Page 42

Vorið - 01.09.1949, Page 42
120 VORIÐ Gaman og alvara Rut litla er sex ára gömul. Hún er oft talsvert út undir sig. Dag nokkum sagði hún við ömmu sína: „Amma, ef við göngum eitthvað, er vissara, að þú takir með þér nokkrar karamellur til vonar og vara.“ „Hvers vegna það?“ svarar amma með eftirvæntingu. „Verið getur að ég fari að gráta á leiðinni," svaraði sú litla. Það var ekki auðvelt fyrir séra Lárus að útskýra fyrir börnunum, að maður- inn hefði bæði líkama og sál. Og til að vita, hvort börnin skyldu þetta, spurði hann Karl litla: „Af hverju samanstendur maður- inn?“ „Af því, sem hægt er að sjá, og því sem er ósýnilegt.“ „Það er rétt. En geturðu ekki útskýrt það svolítið betur?“ Karl svaraði hreykinn: „Maðurinn samanstendur af líkaman- um, sem hægt er að sjá, og af innýflun- um, sem eru ósýnileg!“ Hans litli er fimm ára. Faðir hans er myndasmiður og ætlar að taka mynd af honum. En Hans er smeykur við myndavélar, og honum verður ekki um sel, þegar hann sér föður sinn leggja svartan klút yfir höfuðið. Svo heyrir hann rödd föður síns und- an svarta tjaldinu: „Hans, brostu nú svolítið!“ „Nei, ég brosi bara að því, sem er skemmtilegt.“ Lilja litla var þriggja ára. Nýlega kom afi hennar í heimsókn. Hann á gullúr með festi, sem Lilju þykir gaman að leika sér að. Oft biður hún afa sinn að lofa sér að heyra í úrinu. Dag nokkum sagði hún: „Afi, má ég fá úrið þitt?“ „Já, þegar þú verður stór.“ „Afi, taktu mig.“ Afi er eftirlátur við Lilju litlu og tekur hana á handlegg sér. „Nú er ég orðin stærri en afi,“ hróp- aði hún. „Fæ ég þá úrið?“ bætti hún síðan við. Leifur, 5 ára, og Lars, 2 ára, eru í sveit hjá afa sínum og ömmu. Þetta er um hásumar, og býflugurnar svífa milli blómanna. Afi segir þeim að býflug- urnar safni hunangi, þess vegna fljúgi þær milli blómanna. Eitt sinn heyrir amma þeirra grát- hljóð, og þegar hún spyr, hvað sé að, svarar Leifur: „Það er bara býfluga að sjúga hun- ang úr Lars!“

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.