Vorið - 01.04.1971, Blaðsíða 26

Vorið - 01.04.1971, Blaðsíða 26
JULES VERNE: Grant skipstjóri og börn hans HANNES J. MAGNÚSSON ÞÝDDi SJÖTTI KAPÍTULI Bóbert horfinn. Jarðskjálftinn var um garð genginn. Hinir miklu fimbulkraftar, sem brutust um í iðrum jarðar, höfðu annaðhvort tek- ið sér hvíld eða voru að verki annars stað- ar. Þetta hafði verið óvenjulega mikill jarðskjálfti. Fjöllin höfðu gersamlega skipt um lögun, og það var nýr sjóndeild- arhringur, sem nii bar við bláan himin- inn, nýir fjallatindar og ný fjallaskörð. Sólin rann upp á himinhvolfið í allri sinni dýrð. Klukkan var 8 að morgni. Greifinn kom nú til sjálfs sín, og svo þeir félagar hinir, hver á fætur öðrum. Þeir voru, sem betur fór, allir ósærðir, og allt hefði endað vel, ef ekki hefði vantað einn, -— Róbert Grant. Öllum þótti vænt um þann dreng sök- um hugrekkis hans og dugnaðar, sérstak- lega þó Paganel og Glenvan. Og þegar það varð uppvíst, að Róbert var horfinn, varð Glenvan úrvinda af harmi og sorg. „Yinir mínir,“ mælti hann. „Við verð- um aliir að leita hans. Við verðum að finna hann. Hvern dal, hverja gjá verð- um við að kanna. Eg skal síga í kaðli nið- ur í hverja gjá og hverja sprungu. Guð gefi, að Róbert sé á lífi! Hvernig ættum við að geta gengið fram fyrir föður hans, án þess að hafa hann með ? Og hvaða rétt höfum við til að bjarga lífi Grants skip- stjóra, ef sú björgun á að kosta líf sonar hans?“ Félagar hans hlýddu þögulir á þessar harmatölur. „Jæja, þið hafið Idýtt á mál mitt. Haf- ið þið enga von?“ Ijindsay tók fyrstur til máls: „Man eng- inn ykkar, hvenær Róbert sást síðast?“ Enginn svaraði. „Getið þið ekki heldur sagt mér, hvor- um megin drengurinn var á klettinum?“ „Hann var nálægt mér,“ svaraði Wil- son. „Ilvenær sáuð þér hann síðast? Ilugsið yður nú um.“ „Það eina, sem ég get munað, er það, að Róbert lá við hliðina á mér, á að gizka tveimur mínútum áður en síðasti árekst- urinn varð. „Tveimur mínútum áður. Ilugsið yður vel um, Wilson. Ég geri ráð fyrir, að yð- ur hafi fundizt mínúturnar nokkuð lang- ar. Ilaldið þér, að þetta sé rétt?“ „Eg hygg, að þetta sé rétt, — það gat ekki verið meira en tveimur mínútum áð- ur.“ „Agætt,“ sagði majórinn. „Og var Ró- bert við hægri hlið yðar eða vinstri?“ „Hann var vinstra megin við mig. Eg man, að herðaslagið hans slóst í andlit mitt.“ „Róbei't hefur þá eftir því aðeins getað liorfið frá okkar þessa leið,“ mælti maj- 62 VoRIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.