Vorið - 01.04.1971, Blaðsíða 11
LAMBASETAN
EFTIR JÓN TRAUSTA
Vorið var sezt að völduin, nieð sóleyjar
1 túnum og- lambablóm í bögum. Jörðin
var orðin græn og' ilmandi og viðir stóðu
uý-laufgaðir. Niðri í byggðum dúkaði
sumarið öllum börnum sínum borð, en
hærra uppi til heiða og' fjalla drottnaði
veturinn ennþá. Þó blánaði nú á brún-
uni með degi hverjum og fannirnar minnk-
uðu í fjallabrekkunum.
híæturnar voru orðnar bjartar og blíð-
ar- Sól var á lofti löngu eftir háttatíma.
T^eir, sem úti voru á nóttum, sáu dýrlega
s.]ón og sjaldgæfa, því um lágnættið runnu
kvöldroði og árroði saman í hánorðri og
ofurlítil mön af sólinni gekk aldrei undir.
h*á sló rósrauðum bjarma á fell og hæðir
1 suðrinu, en í norðri var sem hafið væri
lugt lýsigulli.
Vorannir voru bvrjaðar. Á iiverju túni
saust stúlkurnar með hvítar skýlur við
vninu sína og karlmennirnir á skyrtunni.
hiýgræðingurinn þaut upp, en stuttur var
hann ennþá. Tiinin voru yfir að lita sem
grænt en glitofið silkiflos.
Geidféð var komið í heiðina, en iarnb-
*rnar voru allt í kringum bæina með
lömbin sín, og ásóttu túnin. Lömbin voru
°rðin stór og bústin, farin að bíta gras,
.,enis og mamma" og farin að hafa vit á
að stelast í túnin eins og fullorðna féð.
Galsi var í þessum hrokkinhærðu ungvið-
Uln á daginn. Ekki gekk á öðru en hlaup-
11111 og stökkum, glettum og gamanlátum
1111 í högunum, svo „mömmuniun“, sem
voru rosknar og ráðsettar, þótti nóg um
ýQRIÐ
barnalætin. En á kvöldin endaði allt með
harmi og kveinstöfum, því þá voru óláta-
belgirnir teknir frá móðurspenanum og
látnir í, stekk. Þar jörmuðu lömbin sig
uppgefin fram eftir allri nóttu, en ærnar
„rifu sig' rámar“ fyrir utan.
En svo komu fráfærurnar.
-—o—
Sig'g'i og Bogga voru þau ltölluð syst-
kinin í Miðdal. Siggi var á 10. ári, Bogga
á 11.
Þau voru einkabörn foreldra sinna, sem
bjuggu þar góðu bvii. Næsta sumar á und-
an því, sem hér segir frá, höfðu þau ver-
ið látin sitja yfir kvía-ánum og farizt það
allvel. Nú áttu þau að hafa sama starf-
ann þetta sumar.
Sjaldan voru þau heima við bæinn, þeg-
ar þessi tími var kominn. Erá morgni til
kvölds voru þau bæði á hlaupum við lamb-
ærnar. Það var þeirra líf og yndi. Ekki
var það þó þess vegna, að þess þyrfti allt
af við, en Siggi undi hvergi annarsstaðar
en þar sem lörnbin vóru. Og þótt stund-
um bæri út af með samkomulagið milli
systkinanna, þá undi þó Bogga aldrei til
lengdar þar, sem Siggi var ekki. — Þau
voru því oftast saman að eltast við lömb-
in.
Siggi var einráður og ódæll og þótt.i
mesti jarðvöðull. Hann var smár vexti,
stuttur og gildur, skarplegur og kvikur á
fæti, hávaðamikill og hnellinn á brún.
Öftast var hann leirugur upp á höfuð
47