Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 31.01.1907, Blaðsíða 2

Bjarmi - 31.01.1907, Blaðsíða 2
10 B J A R M I alvarlega ofanígjöf, sem treysta á mátt sinn og megin. Þegar svona er komið, þá verða margir til að kann- ast við það í fullri alvöru, að þeir eru ekki sjálfum sér nógir; þá leita þeir fyrst til hans, sem í hæðunum býr, hins almáltuga guðs, og hrópa: »Drottinn, hjálpa þú oss! Enginn hjálpar, nema þú! Án þin megnum vér ekkert! Alt, sem vér höfum, er frá þér: auður, gáfur, styrkleiki, alt, alt!« Þetta verður jafnan endirinn á slceið- hlaupinu, þegar skeiðið er runnið í trúnni á mannlegan mátt og megin, en ekki með trausti til htns almátt- uga guðs. Traustið á guðlegri forsjón er eini varanlegi kraftuiinn í allri tímanlegri framfarabaráttu, því alt er í guðs hendi. Þetta kennir guðs orð, og þó ein- hver vilji ekki trúa því, þá sannar reynslan það ómótmælanlega. Ef vér svo tökum eftir »trúarlífi« manna á góðu dögunum, þá er líkur blær yíir því. Mannleg skynsemi, ó- upplýst áf guðs anda, sezt þá einatt í öndvegi og býr til marga, marga sáluhjálparvegi eða þá hún neitar því, að nokkurt líf sé til eftir þetta líf. Vegur trúarinnar, sjálfsafneitunarinn- ar og syndajátningarinnar, sem kend- ur er í heilagri ritningu, þykir alt of mjór og eríiður. Hann þykir vera því til fyrirstöðu, að menn geti notið lífsins hér í heimi og aflað sér fjár og frama. »Hver verður sæll við sína trú« er þjóðvegur skjmseminnar í trúarefnum. Það er margur Góðrar-vonar-höfðinn á þeim vegi og mörgum þykir gott að hvíla sig þar, þegar han'n lendir þar þreyttur eftir þungan róður. En flestum reynist skammgóð sú hvíldin, því vonirnar eru ekki annað en töfra- smíði skynseminnar, eklci annað en tál. Eínn hvílir liuga sinn við það, að hann hafi vandað ráð sitt og verið drengur góður og það geti hann gefið til lausnar sálu sinni, en trúir ekki friðþægingu Jesú Krists. Annar liugg- ar sig við það, að guð sé svo góður, að hann taki ekki hart á því, þó hann beygi við og við út af vegi ráð- vendninnar, til þess að koma sinu fram og njóta heimslífsins í fullum mæli. Einn byggir sina sáluhjálpar- von á því, að einhver tök muni vera á því, að iðrast og bæta ráð sitt eftir dauðann. Annar byggir á því, að hann sé skírður, gangi iðulega í kyrkju, lesi einhverjar prédikanir í heimahúsum,— það muni duga sér, þó hann eigi ekki í sifeldri baráttu við syndina, lioldið og heiminn. Alt eru þelta hægir vegir, sem liér eru taldir. Þeir, sem þá ganga, geta ílotið sofandi að feigðarósi — sofandi í andlegum efnum. Heimurinn verður þeim Paradís um stundarsakir. Það er friður og öllu óhælt. En bak við allan friðinn býr þó leynilegur ótti fyrir orði guðs í heil- agri ritningu. Þar er ekki nefndur nema einn sáluhjálparvegur, að »þekkja hinn eina sanna guð og þann, sem hann sendi, Jesúm Krist«. Því er það, að þeir, sem fylgja raustu skynseminnar, hafa jafnan þessa spurningu á lofti: »Er það salt, að guð hafi sagt það, sem stendur í biblíunni?« Skynseminni þykir það miklu varða, hvernig þessari spurningu er svarað og sérstaklega hvernig kyrkjan, sem á að kenna guðs orð rétt og hi'eint, svai'ar henni, á livaða tíma sem er. Ef kyrkjan slakar til og segir: »Að sönnu er guðs orð í biblíurini, en þar er silthvað fleira, og tniai-meðvitund einstaklingsins sker úr þvi, hvað er guðs orð og hvað ekki«, — þá

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.