Bjarmi - 15.02.1907, Side 4
20
B JARM I
ið, er að eins lesandi. En hann
les í heilagri ritningu, og hann finn-
ur þessi huggunaríullu orð: »Kom-
ið til mín, allir þér, sem erfiðið og
þunga eruð hlaðnir, eg vil gefa yður
hvild«. Og hann er að leita sér
hvildar, því mótlæti lífsins mæðir
hann. Hann finnur veginn, því
hann les oi’ð frelsarans: »Eg er veg-
urinn, sannleikurinn og lífið, enginn
kemur til föðursins, nema fyrir mig«.
Þennan veg vill hann komast á, og
hann veit, að hann kemsl það, því
Jesús sagði: »Hvers þér hiðjið föð-
urinn i mínu nafni, það mun yðnr
veitast«. Og hann fellur fram fyrir
ásjónu almáttugs guðs og hrópar til
hans í auðmjúkri bæn: »Takþúmitt
þunga synda ok, sem eg get ekki
borið, og gefðu mér hvíld. Ó, Jesú!
leiddu mig á ljóssins, lífsins og
sannleikans veg, og tak þér bústað
í hjarta mínu!« Af því hann biður
í einlægni og fullu Irausti og leggur
alt sitt lif í Jesú hönd, þá finnur hann,
að hann er bænheyrður, gleði hans
verður óumræðileg, því: »hlóðið
Jesú Krists hreinsar af allri synd«.
Hver er nú munurinn á þessum
mönnum? Og hver þeirra er betur
fallinn til að útbreiða guðs ríki?
Sá er munurinn, að hinn fyrnefndi
— sé hann ekki lengra kominn en
lýst var — hefir sofandi trú, en hinn
síðarnefndi lifandi trú og samfélag
við guð.
Hinn síðarnefndi hefir þvíóefað öíl-
ugri vopn, til að berjast á móti van-
trú og guðleysi, og meira fóður handa
þeim, sem hungrar. Því hvernig á sá
að gefa gull, sem ekkert gull á?
Hafi því guð kallað þig til aftur-
hvarfs, og frelsað þig af öllu rang-
læti,fyrir blóð Jesú Krists, og hafir þú
fengið viðhjóð á öllum syndsamleg-
um orðum og verkum, en gleði og
frið í sálu þina og fullvissu þess, að
.Tesús er í hjarta þér, þá krefst hið
saklausa hlóð, er úthelt var á Gol-
gata, sem lausnargjald fyrir syndir
þínar, þess af þér, að þú íklæðist
guðs alvæpni, og kunngjörir Krists
fagnaðarerindi á einhvern hátt, án
tillits til þess, hvort þú ert ungur
eða gamall, karl eða kona, lærður
eða ólærður.
Eru þá prestar óþarfir og gagns-
lausir? Nei, það er öðru nær. En
því að eins geta þeir verið til bless-
unar í söfnuði sínum, að þeir séu
sönn guðs hörn. Annars eru þeir
ryk, sem fýkur út í geiminn, jafn-
skjótt sem vindurinn blæs, og
hempa þeirra og lærdómur verður
þeim til enn meiri syndar.
Aftur á móti eru trúaðir prest-
ar hinir beztu gimsteinar, sem nokk-
ur þjóð getur átt, því hið dýrmæt-
asta hnoss, Jesús Kristur, er sjálfur
í hjarta þeirra og stjórnar orðum
þeirra og athöfnum. Og víst er
mentun til mikils gagns, þegar hún
er brúkuð sem lampi, til að lýsa
sér að þeim vegi, sem er upplýstur
af dýrðarsól almáttugs guðs.
En þótt presturinn sé í lifandi
samfélagi við guð, þá eigum við leik-
menn ekki að láta hann standa
einan í baráttunni á móti synd og
vantrú, heldur eiga öll sönn guðs
hörn að taka krossinn og bera hann
sameiginlega. Það skiftir engu, hvort
við framflytjum bænir okkar, ræður
eða lofgjörðir í kyrkjunni eða á öðr-
um stöðum, því livar sem við erum,
starir hið altsjáandi auga á okkur,
og jafnt kyrkjan sem hinn hrör-
legasti fjárkofi, standa inni í hinu
ómælanlega dýrðarmusteri drottins.
G. J.