Bjarmi - 15.05.1907, Síða 1
BJARMI
s KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ =
Þárg. Reykjavík, 15. maí 1907. 9. blað
»Ef þér elskið mig, þá munuð þér halda boðorð mín«. J< jh. 14, 15.
Grundvöllurinn, Ijyggingin, eltlurinu.
Páll posíuli ritar í fyrra bréfi sinu
til Korinlumanna (3. kap.):
»Annan grundvöll getur enginn
lagt en þann, sem lagður er, sem
er Jesús Kristur. En ef einhver
byggir ofan á grundvöllinn gull,
silfur, dýra steina, tré, hey, bálm,
þá mun verk sérhvers verða aug-
ljóst, því að dagurinn nnm leiða
það í Ijós, af því að hann mun op-
inberast með eldi. Og hvilíkt starf
hvers eins er, það mun eldurinn
prófa«.
Þessi orð postulans, rituð til safn-
aðar, sem var að sundrast út af
kenningamismun leiðtoganna, vilj-
um vér nú heimfæra til kyrkju
vorrar, eins og hún er nú.
.Tafnl prestar sem leikmenn kvarta
yíir llokkadrætti í kyrkjunni, af því
þeir hafa komið auga á meinin,
sem hann vcldur, og vildu vist
margir, að allir yrðu »með einum
anda einn líkami«, eins og' þeir eru
skirðir til.
Vér þráum hið sama af öllum
huga. En sá, sem fæst við lækn-
ingar, verður að hafa gott vit á sjúk-
dómum; annars getur lækningin
farið út um þúfur eða gjörl ilt
verra, því að meðulin eru þá af
handahófi.
Þetta siðarnefnda virðisl oss vera
gallinn á mörgum þeim, sem fást
við að lælcna sundrungarmein ís-
lenzku kyrkjunnar, bæði vestan
hafs og austan.
Golt dæmi jiess eru ummæli eins
hins merkasta af íslenzku prestun-
um vestan hafs (síra Friðriks Berg-
manns) í bók, sem heitir »Vafur-
logar« og hann hefir samið, bók,
sem annars hefir margt sér til á-
gætis.
Hann telnr upp ftokkana í kyrkj-
unni. »IJað eru þjóðkyrkjumenn og
frikyrkjumenn. Það eru heimatrú-
boðsmenn og aðventistar. Það eru
andatrúarmenn. Og það eru loks
þeir, sem engu segjast trúa. Marg-
ar fylkingar i liðu svo litlu«.
En siðan segir hann með þessari
köldu rósemi, sem lœrðir læknar
hafa mest af:
»Það er e.kki til neins að vera
vondur út af því?«
Svo kemur læknisráðið: »En
reyna mætti að draga fylkingarnar
saman, kenna þeim öllum að verj-
ast sameiginlegum óvinum (svo
sem?) leggja undir sig lönd, sem enn
eru ónumin, en hætta öllu grjót-
kasti? Mundu þær þá eigi smám
saman gleyma þeim smámiinum,
sem þeim kann á milli að bera og
renna saman í eina þéttskipaða
bræðrafylking?«
Þar höfum vér það.
Ekki er þelta læknisráð ákveðið,
enda er það ónýtt og meira en það
— það gjörir ilt verra, því að lækn-
irinn virðist ekki sjá liina sönnu