Bjarmi - 15.05.1907, Blaðsíða 7
B J A R M 1
71
Æ, gætir þú — þú gætir, cf þú vilúir,
við guö þig sætt og höndlað náð hans fljótt;
það tekist fær, dú fresta því ei skyldir,
því fyr en varir kemur dauðnns nótt.
Vorn góða Jesúm gleddir þú,
el' gætir lionum þig með líti og sálu nú.
Frá Rússlandi.
(Niðurlag).
Maður einn al' þýzkum ætlum,
fæddur og upp alinn í Rússlandi,
skýrir, meðal annars, frá ástandi
rússnesku ríkiskyrkjunnar í þýzku
hlaði á þessa leið;
»Rússnesk alþ57ða hefir þá trú, að
liclgar myndir tali saman, þegar þær
séu einar í herbergjum; þær sjái og
geli grátið, og þess vegna snúa menn
þeirn við á veggjunum, ]>egar þeir
ætla að drekka sig drukna eða
fremja aðra óhæfu í herbergjum,
þar sem dýrlingamyndir hanga.
Rússneskur maður, sem var vinn-
umaður hjá foreldrunum minum,
þegar ég var barn, gjörði bæn sína
frammi fyrir dýrlingsmynd kvöld
og morgna og bar hana jafnan á
sér til varnar gegn illum öndum.
En einu sinni varð honum þó á að
gleyma bcnni heima, og lók ekki
eftir þvi, lyr en um kvöldið, þegar
hann ætlaði að gjöra bæn sína úti
á akrinum, þar sem hann var stadd-
ur. Honum brá mjög í brún, en
tók það samt til ráðs, að hafa rek-
una í myndar stað og lesa bæn sina
yfir henni.
Þegar ég var í neðsla bekk í barn-
askólanum, ])á spurði kennarinn okk-
ur einu sinni: »Gelið þið sagt mér
drengir, hvað guð er?« Við vorum
50, en þögðum þó allir; þá benti
hann okkur á helga mynd í einu
horninu og sagði: »Þetta er guð<n.
Hjótrúin er víðar en hjá alþýð-
unni. Keisarinn sjálfur fór píla-
grímsferð í fyrra til Sarawo til að
tigna helga dóma.
Nikanor, erkibyskup í Ódessa,
sagði einhverju sinni í prédikun:
»Eg hlýt að kveða upp úr með
það, oss til blygðunar, að menn geta
alið allan sinn aldur á Rússlandi
svo, að þeir lieyi'i ekkert sagt frá
Jesú«. En dýrlingana þekkja allir.
Drykkjuskapur og lauslæli eru
voðaleg átumein í þjóðlífi Rússa.
Menn staupa sig óspart á lielgum
dögum og klerkar eru þar oft fremst-
ir í llokki, þeir l)lessa j'íir glös sin
og svo trúa hinir því, að alt vinið
verði sannur blessunardrykkur.
Auðmaður nokkur rússneskur
reisti lauslætis-hús i Pétursborg og
kallaði það »Kinversku höllina«.
Þegar það var fullgjört, þá fékk
liann prest iil að vigja pað, enda
])ótt vændiskonur væru þá þegar
sestar þar að.
Einu sinni sótli ég heim skóla-
hróður minn, sem orðinn var presl-
ur í rikiskyrkjunni. Hann átti
cina biblíu, en það var óskorið út
úr henni, og ])ö var hann búinn að
eiga hana í 1 ár. Ilann kvaðst
hafa svo miklar embættisannir, og
ennbætlisbræður sinir kæmu svo oft
lil sín og sj)iluðu við sig hcilar og'
hálfar næturnar, að hann hefði eng-
an tima til að lesa.í biblíunnk.----
Ekki er l’urða, ])ó Leo Tolstoj sé
þungorður um aðra eins klerka.
Síðan trúarbragðafrelsið var gef-
ið, þá keppast ýmsir evangeliskar
trúarllokkar á um það, að ilytja
Rússum fagnaðarboðskapinn og
sumstaðar hefir þeim orðið vel
ágengt. Margir »rélttrúaðir« em-
bættismenn eru þeim hliðhollir og
láta jafnvel á sér heyra, að hryðju-
verkin mundu hafa orðið færri, ef
þeim hefði fyr verið leyft að starfa.
Sigurbjörn A. fíisiason.
u