Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 15.03.1908, Side 4

Bjarmi - 15.03.1908, Side 4
44 B J A R M I guös? Finst þeim, að postularnir hafi ekki talið sér víst og máli telja sér víst, að þeir vöknuðu undir eins aí dauða- svefni líkamans með og hjá drotlni sinum og elskaða meistara, þegar þeir fyrir sakir nafns hans, lögðu öruggir og glaðir lif sitl og blóð í hverskyns kvaladauðaog horfðu til drottins og sáu dýrð lians á dauða- stundinni? Eða finst þeim frammi fyrir guði og samvizku sinni, að Páll jsostuli, þessi mikli maður andans og starfsins, hafi ekki búist við að öðlast dýrðina og kórónu réttlætisins, sem liann setur sér og öðrum svo oft fyrir sjónir, fgr en eflir púsundir ára eða livað? Eða þcgar hann er að óska sér, að hann mætli leysast héðan, og vera með Kristi, því það væri svo miklu betra — halda menn þá í lijarlans alvöru, að Páll hafi ekki gert sér vonir um að vera með Kristi, ftjr en eft- ir óralangan, mcðvilimdarlausan, gagns- lausan, aðgerðalausan sálarsvefn? —Hvað ættu þau þá að þýða þessi orð: »Sælir cru þeir, sem í drotni eru dánir«, því hvernig er hægt að segja, að þeir séu sælir, sem ekki eru lifandi eða soia með- vitundarlaust? Peir geta hvorki verið sælir né vansælir. Eða hvað ætti þá að gera við þessi orð sjálfs frelsarans: »Faðir, ég vil að þeir, sem þú gafst mér, séu hjá mér, par sem ég er, svo að þeir sjái ítiina dýrð, sem þú gafst mér«? Það eru postularnir fyrst og fremst og allir aðrir elskendur Krists. Hann vill, að allir þessir séu hjá sér, svo að þeir sjái dýrð hans. Mundi þá ekki sonurinn, hinn elskaði, fá þennan vilja sinn afföðurnum? Samkvæmt sálarsvefns- trúnni fær hann ekki þennan vilja sinn, því að solandi sálir, meðvitundarlausar verur, geta ekki verið þar sem »sonurinn« er og allra sízt séð dýrð hans. Svona mætti halda áfram, ég veit ekki livað lengi, að finna vitnisburði ritningar- innar móti sálarsvefnstrúnni og misskiln- ingi hennar. (Niðurl. næst). Árni Iögmaður Oddsson, (Niðurl.) í byrjun alþingis 1662 sagði Árni af sér lögsögninni. En allir embættismenn báðu hann bréf- lega að halda lienni áfram. Árni hafði þá gegnt embættinu í 32 ár. í afsökunarbréfinu, sem hann lét lesa upp í lögréttu, segir hann með- al annars: »Allar stéttir eru af guði settar, það er alkunnugt, og hver og einn heíxr sinn afmælda embættistíma sbr. orð guðs til Jósefs: »Vertu þar, þangað til ég segi þér« (Matt. 2,13). Því er svo tilhagað afguði, að menn skuli vera kallaðir frá embætli aftur, eins og Móses, guðs maðurinn, segir í bæn sinni (Sálm. 90), og þó að dauðinn kalli menn ekki burtu svo bráðlega, — og við því mega menn þó búast á hverjum degi — þá get- ur því valdið margt annað: elli, veikleiki, minnissljóleiki, sjóndepra og hrörnun allra líkamsburða, svo að maðurinn getur getur ekki gegnt embætti sinu, eins og liann vildi og ætti að gera. Eg er nú orðinn saddur lífdaga og bíð eptir þeirri stund, þegar drottinn vill kalla mig til sín, því ég vona, að mér verði fyrirgefnar allar syndir, vegna drottins Jesú Krists. Eg þakka guði minum, að bann hefir haft svo lengi biðlund við mig; sannarlega er það til þess, að ég játi syndir mínar og geri iðrun. Óteljandi eru velgerðir bans við mig, auman og syndngan; mér er orðið mál að bugsa um það, hvað hann hefir frelsað mig frá miklum báska. Lofað sé hans blessað nafn! Þegar gamalt bús gengur til, þá er falls von, nema það sé endurbætt; en embættisfærslu minni í ellinni er engin viðreisnarvon í þessu dauðlega lífi, því náttúran vill hafa sitt, eftir guðs orði (Mós. 3, 20; Préd. 12. 7; Sír. 41, 13.). Hvað skyldi maður óska sér að

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.