Bjarmi - 15.03.1908, Qupperneq 5
B JARMI
45
vera lengur yfir aðra settur en 70
ár (Sálm. 90; Esaj. 23, 15), þvi þá
er maður genginn i barndóm og ó-
fær orðinn til mikilla úrræða eða
til að bera mikinn vanda annara
vegna«.
»Það heyrir þeim til að vera yfir
aðra settir, sem eru hraustir og
hugdjarfir, guðhræddir og vitrir,
sannorðir og miskunsamir, og hata
ágirnd, og undir þvi er stjórn og
velferð landsins að miklu Ieyti komin.
Eg vil nú gjarna, með góðu leyfi
minna elskulegu yfirboðara, fara frá
þessu virðulega lögmannsembætti,
sáttur og kvittur við alla menn,
meiri háttar og minni, og bið þá
jafnframt að fyrirgeía mér, sem ég
kann að hafa hrygt á einhvern hátt.
Eg vil fyrirgefa mótstöðumönnum
mínum, hafi þeir nokkrir verið.
Guð almáttugur unni þeim öllum
sinnar náðar, sem styrkt hafa lög
og landsrétt, síðan ég tók við þessu
embætti. Mildi hans og miskunn
haldi þessu fátæka landsfolki við
rétla og kristilega trú og hlýðni við
yfirvöldin, og gefi hverjum og ein-
um kristilegt og guðrækilegt fram-
ferði í sinni stétt. Guð leiði oss
alla til eilifs lífs og sáluhjálpar i
Jesú nafni«.
Þingmenn svöruðu því, að eins
og embættin séu sett af guði og
embættismennirnir, svo muni það
heldur ekki vera í sjálfsvald sett eða
vilja, að leggja niður embætti sitt,
og því hærri sem embættin sé eða
vandameiri, því síður sleppi menn
frá þeim, nema með lagaforföllum,
eins og lögbók segir: »Engan skal
til lausnar nefna og því að eins
skifta um, að þeim gangi lögleg' for-
föll til, sem fyrir því stóð«.
»Hjá hinum gömlu er visdómur-
inn og skilningurinn hjá hinum grá-
hærðu. Menn vita, hvað þeir hafa,
en ekki hvað þeir hreppa. Guð
láti miskunn sína vera yfir oss á
hverjum morgni«.
»Af þessum ástæðum, sem nú
voru taldar, höldum vér því fram,
að Árni lögmaður Oddsson sé ekki
sjálfráður að því, að leggja niður
embættið, því að guð og hans börn
vilja þiggja lengur þjónustu hans. —
Guð virðist að styrkja hann í elli
sinni og embætti, og gefi honum
gott æfikvöld og góðan árangur af
erfiði hans, svo að það sé ekki ó-
nýtt í drotnk.
Öxarárþingi 2. júlí 1662.
Árið eftir afsakar Árni lögmaður
sig að nýju og sendir þá afsökunar-
hréf sitt, ritað á Leirá 24. júní
1663, til alþingis.
Margt er líka vel sagl i því bréfi
og einkennilegt.
»Minnið sljófgar, augun daprast,
og burðirnir minka. Ekki ílýgur
fuglinn vel, þegar hann missir íjaðr-
anna. Hesturinn þreytist undir
þungri byrði, svo liann neyðist til
að leggjast. Skipið siglir ekki, nema
byr sé. Ekki logar eldurinn, þegar
eldsneytið þrýtur. Allir náttúrlegir
eldar brenna út um síðir, og alt
hold slitnar eins og fat«.
»Náttúrufróðir menn lialda, að
fuglarnir hjálpi sér með þvíistormi,
að stinga höfðinu úndir vænginn,
þangað til veðrinu slotar. Eins er
ráðlegast fyrir oss, að stinga höfði
voru undir vængjaskjól Jesú Krists
vors lausnara, hvað sem á gengur,
og setjum alla vora trú og traust á
hann einn; hann einn getur hjálpað
og frelsað«.
»Guð gefi nú aftur guðhræddan
og góðan, vitran, sanngjarnan og
miskunsaman lögsagnara i minn
stað, sem hati ágirnd, því að lengd
lífdaga hans, velterð landsins og