Bjarmi

Volume

Bjarmi - 15.03.1908, Page 8

Bjarmi - 15.03.1908, Page 8
48 B JARM I hann sama stigi í réttarvísindum. Hann var í öllu mikill: í heimspeki, i lögfræði, í stærðafræði (reikningi), guðfræði og stjórnfræði. Það var eins og öll þekking þeirrar aldar væri saman komin i eitt i honum. Hann var og frúmhöfundur í þeirri fræðigrein, að bera saman tungur allra þjóða, og finna hvað líkt er og ólíkt með þeim. Virti nú þessi frábæri andans maður kristindóminn að vettugi? Nei, ekkert var honum fjarstæðara. Ef hann hefði viljað gera það, þá hefði hann ekki lagt eins mikinn hug á það, eins og hann gerði, að eyða allri sundrungu í kristninni, og eíla með því málefni krislindóms- ins í heiminum; þá hefði hann ekki ritað heila bók, til að réttlæta guð fyrir þeirri ásökun vantrúarmann- anna, að honum hefði illa mistekist, þegar hann skapaði slíkan heim, sem þessi lieimur er. I5á hefði hann því síður barisl fyrir útbreiðslu kristin- dómsins, eins og hann gerði. Þegar hann gekst fyrir stofnun vísindaskólans i Berlin (1700), þá fékk hann komið þeirri ákvörðun inn í reglugerð skólans, að skólinn skyldi meðal annars vinna að því, að »eíla og útbreiða sanna trú«. Svona leit nú mesti heimspek- ingur sinnar tíðar á kristindóminn. Skömmu fyrir dauða sinn rit- aði hann Schoffrow, rússneskum stjórnarmanni, og leggur honum rikt á hjarta, ,að hann komi því á leið við Pétur lceisara hinn mikla, að menn gerðu svo margar tungur í rússneska rikinu að ritmáli, sem unt væri, og gæfu út orðabækur á þeim, svo að menn gætu að mínsla kosti gefið út á þeim málum hin 10 boðorð guðs, laðirvorið og trúar- játninguna, »til þess að menn gætu vegsamað guð á öllum tungum«. _____________________ Síra Friðrik Friðriksson, sem dvalið hefir i Danmörku i vetur og prédikað þar viðsvegar um land, hafði tekið að sér, þegar síðast fréttist, að verja mánaðartíma til að reyna að koma góðu skipulagi á K. F. U. M. í Alaborg. Félagið þar er allslórl (á 4. hundrað meðlimir), en ólíkar stefnur og innbyrðis deilur voru þar miklar, og var þá síra Friðrik treysl flestum fremur til að geta lagað það. »Ljósgeislarnir« frá Ameríku, sem N. Iíirkjubl. hefir nýlega lokið mikil- legu lofsorði á, fást hjá S. Á. Gísla- syni. NÝTT KIRIíJUBLAÐ. Hálfsmánaðarrit fyrir kristindóm og krisli- lega menning, 18 arkir á ári, verð 2 kr., í Vesturheimi 75 cents. Útgefandi Þór- hallur Bjarnarson, prestaskólakennari. SA.MEUVHVGrIl>í, mánaðarrit hins ev.lút. kirkjuf. ísl. í Vesturheimi. Rit- stjóri: sira Jón Bjarnason í Winnepeg. Hvert nr. 2 afkir. Barnahlaðið »Börnin« er sérstök deild í »Sam.« undir ritstjórn síra N. Steingríms Porlákssonar. Verð liér á landi kr. 2,00. Fæst hjá cand. S. Á. Gíslasyni í Rvík. Útgefandi: Hlutafélag í Rcykjavík. Ritstjóri: Bjarni Jónsson kennari, Kárastíg 2, Reykjavík. Prentsiniöjun Gutenberg.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.