Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.08.1909, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.08.1909, Blaðsíða 5
B J A R M I 125 „En sandgæzlust.jóri getur ekki skip- að mér það“. „Hvað, hvað ? — ekki skipað þér það?—“ og æðarnar þrútnuðu á enni hans. „Já, en eg er búinn að skipa þér það“. „En eg get ekki hlýtt því.“ „Hvað segirðu — nei, heyr flrn mik- il“, hrópaði sandgæzlustjóri, hann var nú næstum kominn í versta haminn. „Þú getur ekki hlýtt — þú g e t u r það ekki. Hvernig á að skilja það, karl minn?“ „Það er svo að skilja að eg get ekki afneitað drotni mínum og meistara, þeim sem eg trúi á“. „Aldrei hefi eg nú á minni lifs- fæddri æfi heyit annað eins bull — þið oruð blát.t áfram vitlausir, þið heil- ögu menn — afneita drotni þínum og meistara — hver segir fað, að þú eigir að gera það — hver segir það? — svar- aðu mér!“ Páll svaraði engu. Hann hugði, að það væri vænsta ráðið, að þegja svo að ekki reitti hann húsbónda sinn meira til reiði. En það bætti ekki mikið úr skák. Sandgæzlustjóri rauk að honurn og hrópaði öskuvondur. „Hver, segi eg? Svaraðu?" „Eg vil helzt komast hjá því að svara“, mælti Páll stillilega. „Haldið þér ekki, sandgæzlustjóri, að það sé bezt, að tala ekki meira um þetta núna?“ „Svaraðu, segi eg“— öskraði sand- gæzlustjóri, ær og örvita: „Svaraðu, fyrst eg skipa þér það“. „Já, ef sandgæzlustjórinn vill fara hægt í sakiruar, þá vil eg gjarnan svara“. „Fara hægt í sakirnar, hvað ertu að segja“, æpti Vind hásum rómi. Fer eg ekki að þér með stillingu? Nú, nú, svaraðu þá, ramstaði já— jálkurinn þinn!“ (Framh.) Prestastefnan á Þingvöllum. Pað var gestkvæmt i Valliöll fimtudags- kveldið 1. júlí s. 1. »Einlicrjar« kyrkjunnar voru pangað komnir úr ýmsum áttum og höfðu skipað par öll rúm, svo að sumir urðu að leita til Miklaslcála eða prestssetursins. Úr Rvík líomu: Pórliallur byskup, Jón lektor, dómkyrkjuprestarnir Jóhann og Ilaraldur, Ólafur fríkyrkjuprestur, sira Magnús Ilelgason skólastjóri, S. A. Gísla- son og Porst. Briem guðfræðingar. Úr Kjalarnesprófastsdæmi komu : sira Jens prót. í Görðum, sira Kristinn frá Útskálum, síra Magnús frá Lágafelli og síra Halldór frá Reynivöllum. Úr’ Árnessýslu komu: Valdimar próf. Briem, síra Ólafur á Stóra-Núpi, síra Ól- afur í Hraungerði, síra Óláfur í Arnarbæli, síra Gísli á Stóra-Hrauni, síra Kjartan í Hruna og síra Jón á Pingvöllum. Úr Rangárv.sýslu komu: Kjartan próf. í Ilolti, sira Eggert á Breiðabólsstað, síra Skúli i Odda, síra Porst’éinn á Kanastöð- um og sira Ólafur í Kálfholti. Úr Borgarfirði og Mýrum köimi: Jón próf. Sveinsson Akranesi, síra Einar i Reykliolti, sira Jóhann í Stafholti og síra Stefán á Staðarhrauni. Langferðamenn voru þeir prestarnir: síra Asgeir frá Hvammi i Dölum, síra Magnús Porsleinsson frá Selárdal, síra Böðvar frá Rafnseyri, síra Eyólfur Kol- beins frá Melstað, síra Björn frá Miklabæ í Skagatirði, síra Sig. P. Sívertsen frá Hofi og Magnús próf. Bjarnason frá Prests- bakka. Veðrið var fagurt og fritt og flestum þótti nýbreytnin góð að liittast við Öxará til að ræða alvörumál kyrkjunnar. Daginn eítir kl. 11 að morgni gengu menn til Pingvallakyrkju. Þórhallur byskup steig í stölinn og lagði út af Jóli. 17, 20-23. Eftir [guðsþjónustuna selti byskup syno- dus í MiklaskáJa. Flutti liann þá þegar kveðju frá Hallgrími byskup Sveinssyni og kveðjusimskeyti frá Kyrkjufélagi landa vorra vestan hafs. Pá skýrði hann frá ýmsum kyrkjulegum fréttum, bibliuþýð- ingunni nýju, prestatali — í fardögum 1908 voru prcstar 118, en nú 121 — eign- um prestseknasjóðs (27706 kr.), kyrkjulög- gjöf síðasta alþingis o. tl.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.