Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.08.1909, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.08.1909, Blaðsíða 8
128 B J A R M I ræðurnar að nýja guðfræðin er litt hóg- vær og íljót að hregða andstæðingum sinum um fáfræði, en ekki létu þó allir sveitaprestarnir þær ákúrur loka munni sínum. Á hinn bóginn var Pórhallur byskup mjög lipur fundarstjóri, reyndi að sjá um að tillögur væru gætilega orðaðar og veitti t. d. undirrituðum, sem enga heimtingu álti á málfrelsi, fult leyfi til að andmæla sumum aðalmálum fundarins og iengja töluvert umræðurnar. — Byskup sagði sér þætti vænt um að stefnurnar mættust og töluðust lireinskilnislega við; hann hefði tekið innblásturs kenninguna lil umræðu, ef tími hefði verið til, en hún skyldi koma síðar, Stormurinn mætti koma; hann hreinsaði loflið o. s. frv. Þrátt fyrir það heyrðu allir hvoru meginn byskup var, og því miður virðist ekki ástæðulaust að cndurtaka, þegar litið er á framkomu meirihlulans á íund- inurn, þau orð, sem sögð voru á fundin- um í öðru sambandi: y>Gœtið pess að taka ekki krossana a/ kyrkjunum oij setja vindhana í staðinnu. Sigurbjörn Gíslason. Fyrirspurn. Er það rétt, að trúarjátningar kyrkj- unnar hafi eigi verið samdar í þeim tilgangi að verða regla eða snúra fyrir kenningu presta? Mér er ókunnugt um það, hvernig játningarritin urðu til, eða hvað fyrir höfundum þeirra vakti. En hitt heíi eg sannfærst um, að ekkert er það í »postullegri trúarjátningu«, sem ekki sé fyllilega samliljóða því sem ritn- ingin kennir um liinn þríeina guð og hjálpræði lians. Eg er þess vegna ekki í neinum vafa um það, að sá prestur, sem kennir gagnstætt postullegri trúar- játningu, kennir þá líka gagnslætt guðsorði, eða biblíunni, og er þá orð- inn falskennari. Mér hefir trúarjátn- ingin ávalt verið glöggur og öruggur leiðarvísir til þess að þekkja sundur hina réttu hirða og leiguliðana í kyrkju Krists. Jóhannes postuli þekti þessa fals- kennendur eða Ieiguliða, sem enga trúarjátningu vilja hafa. Þess vegna ritar hann söfnuði sínum svohljóð- andi áminningu (l.Jóh.4, 1—3); »Elskulegir, trúið ekki sérhverjum anda, heldur reynið andana, livort þeir séu frá guði, því að margir fals- spámenn hafa farið út um heiminn. Af þessu skuluð þér þekkja guðs anda: hver andi, sem viðurkennir, að Jesús Kristur hafi komið í holdinu, er ekki frá guði, heldur er það and- kristsins andi, sem þér hallð heyrt að koma muni og sem nú þegar er í heiminum«. Poslulinn er hér að vara söfnuð sinn við þeim falskennurum, sem neita því, að Jesá sé sonur guðs, eða sannur guð, jatnframt því sem hann var sannur maður. Hún er ekki ný falskenningin sú. En það er auðsæll, að postullega trúarjátningin er ský- laus leiðarvísir hverjum inanni lil þess að þekkja þá villu og forðast hana. En eg er nú ekki kennimaður, eg er einn af tilheyrendunum; eg »prófa andana« með »trúarjátningunni« minni, og læt eigi blekkjast af raust »ókunn- ugra hirða« eða falskennaranna. En þar sem trúarjátningin ermérafguði gefin, til þess að greina í þessu lil- lili golt frá illu, hvernig stendur þá á því, að sjálfur presturinn á ekkert að vera við hana hundinn. Hvernig getur liann kenl samltvœint ritningunni en gagnslœtt játningunni, þar sem játningin er einmitt trúarlærdómar ritningarinnar í fæstum orðum? Alpýðumaður. Úlgefandi: Hlutafélag í Reykjavík. Ritstjóri: Bjarni Jónsson kennari, Kárastíg 2, Reykjavík. Afgreiðslu- og innheimtumaður; Sigurjóii Jónsson, Lækjargötu 6.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.