Bjarmi

Volume

Bjarmi - 15.02.1910, Page 2

Bjarmi - 15.02.1910, Page 2
26 B J A R M I sem standa eins og á vegamótnm og verða viltir í vaiinu, })egar allir veg- irnir koma saman. I5á köllum vcr efasemdamenn. Fyrir hverjum slíkum kjörvillum bróður eða systur biðjum vér í trúnni á orð frelsara vors og í hans nafni: Drottinn, bjarga þú; hann (hún) er að sökkva! Arngrímur Jónsson Yídalín (1568—1648). »Pennan vér mætan eigum arf: minningu fræga, fegurst dœmi, svo niðjuin hraustra i hugakæmi, að öría lnig og eíla starf«. Stgr. Th. Vér höfum áður ílutt nokkur á- grip af æfisögum mætustu manna þjóðar vorrar á 16. og 17. öld (Guð- brandar, Brynjólfs og Jóns Vídalíns byskupa, séra Hallgríms Péturssonar og Arna lögmahns Oddssonar). Nú viljum vér lialda áfram úþpteknum hætti og segja nokkuð liá þeim kennimanni, sem frægastur varð af lærdómi sínum utan lands um sína daga, og íslenzku kyrkjunni einhver hinn mesti nytsemdarmaður um leið. Það er Arngrímur prestur Jónsson sem kallaður er hinn lœrði, og tók sér ættarnafn manna fyrstur hér á landi og nefndi sig Vídalin, af því að liann var borinn og barnfæddur í Víðidal í Húnaþingi. Arngrímur mátti að réttu heita »óskabarn íslands, sómi þess sverð og skjöldur« á sínum tíma. Hann er ljóst dæmi þess, hvernig guð velur menn kyrkju sinni til eflingar og föðurlandinu til varnar á liagkvæm- asta líma, einmitl þegar mest liggur á. Tímabilið 1550—1650 erekki glæsi- legt, hvar sem á það er litið. Ka- þólska kyrkjan, »ríkið í ríkinu«, hrundi að grunni, er Jón byskup Arason og synir hans voru leiddir á liöggstokkinn og þykir mörgum sem íslenzld sjálfsforræði haíi þá um leið verið leitt til liöggs. En haíi það mátt segja um veraldlegt gengi og sjálfslæði þjóðarinnar, hvað mátlí þá eigi segja um kyrkjuna og trúarlíf þjóðarinnar. Það mun eigi vera of djúpt tekið í árinni, þó sagt sé, að aldrei hafi kristnin eða kyrkjan verið ver stödd hér á landi en fyrst el'tir siðaskiftin. Pað er átakanlegt að lesa lýsingar þeirrar aldár manna á ástandiníi, hvort sem þeir lýsa því í hundnu eða ó- bundnu máli. Fáfræði alþýðu keyrir fram úr öllu lióíi og eftir því er hjá- trúin mögnuð og siðléysið. Altkemst á ringulreið. Ilin nýstofnaða lút- herska kyrkja ruddi sér til rúms á einum degi að heita mátti, undirbún- ingslítið að öðru en því, að þjóðinni var þröngvað lil að taka við henni með þvingunarlögum og hervaldi. Hún varð því svo óþokkuð af allri alþýðu manna, að nálega vildi enginn 'rétta hcnni hjálparhönd, enginn láta sonu sina læra til prests ; ungir menn vildu og allan annan starfa fremur takast á hendur en prestsstöðuna. Ekki bælli það um, þégar Óláfur Hjalla- son er valinn til byskups á Hólum. Hann var jafnófær lil að halda uppi heiðri kyrkjunnar og hann var lil að ella mentun og lærdóm. Að því leyti stóð byskupsdæmið nyrðra ver að vígi en Skálholtsbiskupsdæmi, því hvað sem annars má segja úm Giss- ur byskup Einarsson, þá var hann bæði vel lærður sjálfur og vildi upp- fræða aðra. En það var þó eigi fáfræðin ein, sem hinni nýju kyrkju stóð mest ó- heill af, heldur siðaspilling prestastétt- arinnar. Ólafur byskup vígði nálega

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.