Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 15.02.1910, Side 3

Bjarmi - 15.02.1910, Side 3
B J A R M I 27 livern þann til prests, er hann gat fengið til þess að laka vígslu, jafn- vel þótt þeir livorki væru lesandi né kynnu svo mikið sem fræði Lúlhers, eða einföidustu formála við kyrkju- legar athafnir. Og af bréfum og skýrslum Guðbrandar byskups til höf- uðsmannsins má ráða, hvernig jjessir prestar liaíi reynst, liæði að lcunnátlu og framferði. En á hverri skammdegisnóllu er dimmasl undir dögunina. Líkt má segja um nóttina, sem nú grúfði yfir íslenzku kyrkjunni. »Sérhvert ský, hve svarl sem er, silfurbrydding liefur«. Dagurinn fór í liönd. Um þessar mundir l)jó bóndi einn, Jón að nafni, á Auðunnarstöðum í Víðidal. Hann er talinn meðal merk- uslu bænda norðanlands, enda var hann af góðu hergi brotinn, átti ælt sína að rekja lil hins auðuga og vold- uga höfðingja Bjarnar Jórsalafara. Kona Jóns, Ingibjörg Loflsdóttir, var dótturdótlir Jóns lögmanns Sigmunds- sonar; móðir hennar og Helga móðir Guðbrands byskups voru alsj'slur. Árið 1568 fæddist þeim hjónum sonur, sem var látinn heila Arngrím- ur, er verða skyldi, ásaint Guðbrandi byskupi frænda sínum, ljós í myrkri íslenzku kyrkjunnar á þessu tímabili. En ])að var eigi frændsemin ein, sem batt þá saman, heldur það mál- efni, sem þeir gerðu báðir að sínu hjartans málefni, en það var málefni drottins og málefni fósturjarðarinnar. Frá æsku og uppvexti Arngríms er fátt að segja annað en það, að snemma koma miklar og skarpar gáfur í ijós hjá bonum og löngun lil bóknáms, og snemma bar á metnaði þeim og kappi, sem auðkendi hann alla æíi. Þegar hann var 8 ára (1576) var hann sendur til Guðbrandar byskups frænda síns, lil náms í Hólaskóla. Má af því ráða, hve bráð- gjör hann hafi verið. Varð drengn- um j)að til bapps, að Bjarni Gama- lielsson var þá skólameistari á Hól- um, maður vel lærður. Arngrímur slundaði námið af miklu kappi og útskrifaðisl eftir S ár með bezta vitn- isburði. Að loknu námi í Hólaskóla sigldi Arngrímur til Hafnarháskóla, með til- styrk Guðbrandar byskups, og þar var hann 4 ár að námi, að mestu leyli undir umsjón Dr. Jólianns Hagge- usar, hins lærðasla og hezla manns. Tók hann svo próf með bezta vitnis- burði og kom út aftur um liaustið 1589, og tók þá þegar við skólameist- arastarfl á Hólum. Árið 1590 var Arngrímur vígður til presls að Mel eða Melslað í Mið- firði og hélt hann þann stað lil dauða- dags. Sumir telja, að hann fengi þá Miklabæ í Skagafirði jafnframt, og vísl er það, að hann hélt þann stað líka og tók sér stundum kapilána lil að þjóna báðum brauðunum, því að skólameistaraembættinu varð hann að gegna, því enginn fekst honum jafn fær til Jiess einbæltis, og gegndi hann því til 1598, að undan teknu því, er séra Jón Einarsson var settur (1593 —94), meðan Arngrímur var utan fyrir sig og Guðbrand byskup að ílytja mál þeirra. Alls fór Arngrim- ur þrisvar utan, i siðasla sinni 1602, til að standa að nýju fyrir málum þeirra frændanna. Hann gegndi og jafnframt dómkju'kjupreslsembætlinu á Hólum. Árið 1598 giftist Arngrímur fyrri konu sinni, Sólveigu Gunnarsdóttur; móðir hennar var Guðrún, sonardótt- ir Jóns byskups Arasonar. Hún var alira kvenna fríðust og kölluð Sólveig »kvennablómi«. Var vel á komið með þeim, þar sem hann var allra t L

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.