Bjarmi - 15.02.1910, Qupperneq 5
BJARM I
29
tekið afsökun hans feginsamlega. En
engin kann neitt frá ráðríki Arngrims
að segja í varabyskubsembættinu.
Hitt er eins sennilegt eftir atvikum,
að Arngrími liaíi þótt byskupsstaðan
of umsvifamikil og taka um of tim-
ann frá því, sem honum var hug-
kærast, en það voru ritstörfin. Má
það af mörgu sjá, að hugur hans
hneigðist alla æfi meira að bóklestri
og ritstörfum, en mannaforráðum eða
völdum, enda gaf hann sig eingöngu
við eftirlætisstörfum sinum, það sem
eftir var æfinnar.
Það gat og hafa valdið nokkru um
undanfærslu hans, að á þessu sama
ári (1627) misti liann fyrri konu sína,
sem hann unni mjög, og mun því ráð
hans liafa verið venju fremur á reiki
um þessar mundir.
Og víst er það, að byskupsembætt-
inu hefði hann getað náð, ef hann
hefði lagt kapp á það.
Árið eftir giftist hann i annað sinn
og gekk þá að eiga Sigríði dóttur
Bjarna prests á Grenjaðarstað; var
lnin skörungur mikill og mannkosta-
kona. Var Arngrímur þá sextugur,
en hún 27 ára.
„Bjargið alda, borgin mín“.
í hinu nátlúrufagra héraði Devon-
skíri á Englandi, eiga þrír sálmar
uppruna sinn, sem altaf munu verða
hjartfólgnir trúræknum mönnum.
Þessir þrír sálmar eða söngvar eru:
»Tak mig sem eg er(?)« eftir Cliar-
lolte Elliott, »Ver hjá mér, herra,
dagur óður dvín« (sbr. wVerln hjá
mér, halla tekur degi« i ísl. sálmab.)
eftir Henny Lyte og og »Bjargið alda
borgin mín« (sbr. »Hellubjarg og
borgin mín«) eflir Ágústus Toplady.
I’að heíir verið sagt um þennan síð-
astnefnda sálm, að h'ann sé allra
sálma fegurslur á enska tungu.
Það var einu sinni i ágúslmánuði
1756, að 16 ára gamall drengur, sem
fengið hafði hið bezla uppeldi hjá
velmentuðum kristnum foreldrum, var
staddur uppi í sveit í föðurlandi sínu
írlandi, þar sem allmargt af bænda-
fólki var saman komið til guðsþjón-
ustu. Guðsþjónustan fór fram í hlöðu
og lilýddi hann álengdar á hjartnæma
prédikun út af Efes. 2, 13. Prédik-
arinn var ólærður leikmaður, einn af
lærisveinum liins nafnfræga enska
vakningar-prédikara Jóns Wesléys, en
hinn ungi maður varð síðar meir
höfundur sálmsins:
»Bjargið alda, borgin mín«.
Toplady segir svo sjálfur frá þess-
um atburði:
Það er einkennilegt í meira lagi, að
eg, sem hafði svo lengi setið við náðar-
borð guðs á Englandi, skyldi kornast
í samfélag við drottinn í litlum hópi
guðs vina í einu skuggahverfinu á ír-
landi; skyldi fólkið safnast þarna
saman í hlöðu, og maðurinn sem
safnaði því saman, skyldi varla getað
stafað nafnið sitt. En drottinn hefir
unnið það verk og það var sannar-
lega dásamlegt. Slíkur kraftur lilýtur
að koma frá guði; hann getur ekki
verið frá mönnum.
Skömmu síðar gekk Toplady á
Trinity (þrenningar) liáskóla í Dýfl-
inni (höfuðborg Irlands) og lærði þar
til presls. Þegar hann var tvítugur
að aldri, gerðist hann aðstoðarprestur
í Farleigh og þaðan íluttisl hann til
safnaðarins í Devón-skiri. Þar kendi
hann fyrsl brjóstveiki þeirrar, er síðar
dró hann til dauða. Síðan flutti hann
til Lundúna sér til heilsubótar, el
verða mætti, en heilsu hans fór si-
hnignandi og þar dó liann 1788, 38
ára gamall.
Hann hafði þó lifað nógu lengi lil