Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.10.1910, Síða 3

Bjarmi - 15.10.1910, Síða 3
B J A K M I 155 Þin heilög ástarhéit í lieimi gjöra bjart, eg ekkert annaö veit, sem eyðir myrkríð svart; þín loforð lýsa mér, og Iýsa dímman heim, og bjartsýnn enginn er, sem ekki trúir þeim. Kærleikurinn þolir alt. Maður nokkur var svo drykkfeldur, að hann elskaði veitingahúsið meira en heimili sitt. Kona hans var trúuð og bar hún þessa mæðu með þögulli sorg. Hún bað guð að gefa sér krafta til þess, að bera þessa mæðu með þolgæði til enda, til þess hún gæti dregið mann sinn af barmi glötunar- innar. Eitt kvöld á veitingahúsinu töluðu drykkjubræður hans um kon- ur sínar. Maðurinn fullyrti við þá, að konan sin gerði alt, sem hann beiddi, og ef þeir færu nú með sér heim til sín, þá myndi hún möglun- arlaust fara á fætur, búa til mat handa þeim og veita þeim bezta beina. Þeir veðjuðu um þetta. Konan myndi ekki taka þeim svo vel. En konan reyndist öldungis eins og maðurinn hafði sagt. Þelta gekk nú næst um því yfir manninn, og þegar hinir voru farnir, þá spurði hann konu sína, hvaðan hún fengi krafta til þess, að vera sér svo eftirlát og undirgefin. Hún svaraði: »Þitt líf er veraldar- líferni, en heimurinn ferst með öllum lystingum hans; en á bak við líferni þitt Iiggur vansæl eilífð, eins og ligg- ur fyrir öllum iðrunarlausum mönn- um. Þess vegna vildi eg gjarna gjöra hin fáu ár, sem við lifum saman, eins þægileg fyrir þig og eg get. Þess vegna er eg þér eftirlát í öllu, sem ég get skaðlaust fyrir sáluhjálp mína, og drottinn gefur mér krafta til þess«. Maðurinn fór að hugsa um breylni sína og sálulijálp og varð annar maður eftir þetta. Zophonías Ilalldórsson þýddi. Guðs bók. íMamma! sko, hvað eg fann þarna efst upp á hyllu. Það er gömul og rykug bók«. »Hvað er þetta, barn, það er bibl- ian; farðu varlega með hana, það er guðs bók«. »Guðs bók?« hafði drengurinn upp efttr henni, alveg forviða. »Það er þá víst bezt, að við skilum guði lienni aftur, áður en við týnum henni, þvi eins og þú veizt, mamma, þá lesum við aldrei í henni hvort sem er!« * * * * * * ¥ ¥ ¥ Lifðu svo, að þín verði saknað. Söugvísa til Krists. Lag scm við Syrophænicæ hólmganga. (Sbr. Ein kanversk kona.) Mig slyðji mæt þin miskunsemin, Jesú, sáim. 57 og 145. geym þú og gæl mín, gæzkuríki Jesú; Sálm. 25. mína sál þvo þú með þínu blóði, Jesú, 1. Jóh. 1. mjög hælt er særð sú, því syndgað hefi eg, Jesú; Sálm. 38. kom hér, eg kalla, kvitla þú mig, Jesú, Opinb. 22. afmá þú alla, illgjörð mína, Jesú. Sálm. 51. Syndin er mörg mín mig sem angrar, Jesú, Sálm. 40. enn meiri er þín ást og miskunn, Jesú; Hóm. 5. hjarla mitt huggar þitt heilagt auglit, Jesú; Sálm. 80.

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.