Bjarmi - 01.11.1910, Blaðsíða 8
168
B J A R M 1
þau læknarnir Steinunn Ilayes og maöur
hennar væru »ruddamenni«.
Ofsafengnir kristindómsfjendur, ólilut-
vandir gróðabrallarar og brennivínssalar,
sem færa sér í nyt fávizku heiðingjanna,
skamma kristniboðið af skiljanlegum á-
stæðum, og alókunnugir menn hafa það
svo eftir, en leiðinlegt er það, að sjá þess
háttar rugl í alþýðlegum fræðibókum.
Kristniboðið er orðið svo góðkunnugt
og vinsælt, að þcss háttar árásir saka það
samt lílið.
Bókarfregn.
Um áfenglsiiiuitii sem þjóðar-
mein og ráð til að útrýma
lienni. Eftir Guðmund Björns-
son landlækni.
Það er alkunna, að Iandlæknir vor
liefir verið hinn ötulasli stuðnings-
niaður bindindismálsins hér á landi
á síðari árum. Þessi hæklingur lj'sir
því skýlausl, hvað fyrir honum vakir,
hæði hve áfengisnautnin er skaðleg
og hvaða ráð er cinhlítasl lil að út-
rýma henni. Þetta eru ræður og fyr-
lestrar, sem hann hefir haldið um það
mál við ýms tækifæri, 7 erindi alls.
Vér vonum og óskum að þeim verði
vel fagnað af hindindisvinum, því þau
eru sköruleg og sannfærandi. Merki-
Iegusl er ræðan um »Áhrif áfengis á
sálarlíf manna«.
Allur ágóði af bókinni rennur til
Heilsuhælisins á Vííilsstöðum.
Heima.
Síra Hjörleifur Einarsson, fyrrum pró-
fastur Húnvctninga, andaðist hér í bæn-
um 13. f. m., nærri áttræður að aldri.
Itann stotnaði fyrstur K. F. U. M. hér á
landi, og var, eins og þjóðkunnugt er, á-
hugasamur mjög um kristindómsmál síð-
ari prestskaparár sin. Blað vorl ílutti
mynd hans og æfisöguágrip um sama leyti
og liann flutti liingað suður.
Akureyrar-lilððin ræða kyrkjmálin af
kappi í haust, einkum aðskilnaðinn. E. P.
(úr Skagafirði'?) ræðst óþyrmilega gegn
þjóðkyrkjunni i velskritaðri, en öfgakendri
grein í Norðurlandi, og fær langt svar
aftur. Sira Matthias skrafar margt, og er
eindreginn gegn aðllutningsbanni og —
kenningarfrelsi — nema fyrir sig og sína
menn, en í fríkyrkjmálinu virðisl hann
vera nokkuð á reiki. Pað er eftirtektar-
vert, að enda þótl Sunnlendingar séu (að
Borgílrðingum frá teknum) að jafnaði
kyrkjnræknari en Norðlendingar, þá skrifa
og skrafa Norðlendingar töluvert meira
um trúmál en hinir.
Miiiningardftgur Jóns Arasonar verður,
cins og þegar er kunnugt, haldinn 7. þ.
m. liér í bænum, og ef til vill víðar um
land. Prenn stórhundruð ár eru þá liðin
frá aftöku þeirra feðga. Væntanlcga get-
um vjer minst þeirra nánar siðar.
Á Alþjódafundi sunnudagaskólanna í
sumar í Wasington voru um 4500 full-
trúar og um 20 þúsund gestir. F. B. Meyer
frá Lundúnum var fundarstjóri. Par kom
i ljós, að kennarar og börn sunnudaga-
skólanna væru alls 28,888,570. Allnr þorr-
inn (23milj.) meðal enskumælandi manna.
Iiinn fundardaginn fóru um 15 þúsund
kennarar við sunnudagaskólana skrúð-
göngu um götur borgarinnar.
S.A.MEIlVIJVGrllN', mánaðarrit hins ev.lút. kirkjuf. ísl. i Vesturheimi. Rit-
stjóri: síra Jón Bjarnason í Winnipeg. 24 arkir árg. Verð hér á landi 2 kr. Um-
boðsm. á íslandi S. A. Gíslason, Rvík.
NÝTT KIKKJUBLAÐ. Hálfsmánaðarrit fyrir kristindóm og kristi-
lcga menning, 18 arkir á ári, verð 2 kr., í Vesturheimi 75 cents. Útgefandi Pór-
liallur Bjarnarson byskup.
Útgefandi: Illulafélag í Reykjavík.
Ritstjóri: Bjarni Jónsson kennari, Kárastíg 2, Reykjavík.
Afgreiðslu- og innheimtumaður: Sigurjón Jónsson, Lækjargötu 6.
Prentsmiðjan Gutcnlíerg.